Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Trú eins og Abraham hafði

Trú eins og Abraham hafði

Söngur 64

Trú eins og Abraham hafði

(1. Mósebók 22:1-18)

1. Hve sæll er maður sérhver nú

er sannleiks hefur leit.

Því Guð sem einn er alvitur

um endalokin veit.

Að hugga, þjálfa, hughreysta

og herða okkar trú,

hann fól þau verk að framkvæma

sem fræða okkur nú.

2. Í anda sjáum Abraham

og Ísak þar á ferð

og mikla fjallið Móría

og merka fórnargerð.

Þá dyggum þjóni Drottinn bauð

að deyða soninn þar.

Af föðurást hann felldi tár

en fús til hlýðni var.

3. Er Abraham raun stóra stóðst,

hann studdi Drottins vald.

Hann mynd þar dró af mildi Guðs

sem mesta greiddi gjald.

Og ljá mun gjöf sú lífið þér

en lúta Drottni skalt.

Og eigðu trú sem Abraham

og auðmýkt þinni halt.