Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Unglingar í skipulagi Guðs

Unglingar í skipulagi Guðs

Söngur 183

Unglingar í skipulagi Guðs

(Sálmur 148:12, 13)

1. Drottins skipan rúmar unga jafnt sem aldna

þar sem allir lofa saman nafn Guðs eitt.

Viðbrögð unga fólksins okkar vekja gleði

er það orðið mönnum boðar vítt og breitt.

Þeirra vitnisburður öflug hefur áhrif,

búin undir starfið, kurteis, prúð og hlý.

Dýrmætt unga fólkið er í Drottins starfi

svo að eldri þjónar gleðjast yfir því.

2. Æskan ber svo góða von í sínu brjósti,

hún sér brátt þann dag er ríkið verður hér.

Hugsið ykkur gleði friðarins um framtíð,

jörðin fögur, einnig lífið eilíft er.

Heimsins þrýsting finnum þangað til svo sterkan,

duftið þó um síðir sleikja heimur skal.

Ef við sífellt berjumst sigur verður okkar.

Guði sýnum tryggð sem er hið rétta val.

3. Meðal bræðra ungum veitast sannir vinir,

hví að velja fólk úr þessum heimi þá?

Leggja stund á það sem helst mun göfga hjartað,

það sem helgar síður orðsins segja frá.

Á slóð lífsins þeirra leiti sem þá elska

til að létta af sér vandamálum hér.

Drottinn Jehóva er æðsti vinur okkar,

hjálpar ungmennum og byrðar þeirra ber.

4. Öll sem heild við myndum sannan kristinn söfnuð,

Jesús sinnir okkar þörfum afar vel.

Með hans góða ríki trúföst stöðu tökum,

ráð hans traustu móti okkar hugarþel.

Látum ekki heiminn okkur móta núna

en með orði Guðs skal vernda sannleiks hug.

Saman ungir jafnt sem aldnir reynumst trúföst,

lífið öðlumst ef við sýnum kjark og dug.