Ungmenni, líkið eftir trú þeirra
Söngur 221
Ungmenni, líkið eftir trú þeirra
1. Hann Samúel ungur í Sílóborg var,
með sóma í tjaldbúð Guðs þjónaði þar.
Og spámannagáfu hann göfuga fékk,
þar Guðs Nasírei með þjóðinni gekk.
Þó illa þar prestssynir ynnu sín verk,
frá æsku var trúin hjá Samúel sterk.
Af hlýðni og auðmýkt hann efldi sitt þrek
og aldrei frá Jehóva Samúel vék.
2. Og oft Tímóteusi orð Guðs var kennt
sem öldungur gat hann á ritningar bent.
Hann framkvæmdi allt það er orð Drottins krefst
og ávallt var trúfesti’ í huga hans efst.
Og staðfastur framförum stefndi hann að,
var stöðugt vel metinn á sérhverjum stað.
Að kenna með Páli hann fór marga ferð,
þú fagurt þess vitni í ritningu sérð.
3. Og stúlkan, sem atvikin ill höfðu leitt,
í útlegð hún unni samt Jehóva heitt.
Þótt rænd væri frelsi hún fullviss var samt,
að fræða með eldmóði var henni tamt.
Og konu hans Naamans hún kynnti það fljótt,
að hverfa til spámanns er læknaði skjótt.
Og hennar orð milduðu höfðingjans sál,
hann hlýddi og þess vegna greiddust hans mál.
4. Þið ungu í dag skuluð dýrka Guð rétt,
hið dýrlega fordæmi ykkur var sett.
Þið eflið nú prédikun öðrum í hag
því endalok tímans við nálgumst hvern dag.
En baráttan ungum sem öldnum er hörð,
hjá unnendum réttlætis um alla jörð.
Við aðvörum staðfastir alls konar menn
en alvaldur launar svo trúföstum senn.