Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Uppfyllum kröfur Guðs

Uppfyllum kröfur Guðs

Söngur 26

Uppfyllum kröfur Guðs

(Opinberunarbókin 12:17)

1. Trúfastir Guði verum vér,

vandlátur standi einn og hver,

og um Guðs dýrð og dáðir hans,

dreifum við fregnum til hvers manns.

Syrgjendum veitum von og trú,

vaxandi kjark og huggun nú.

Andvarpi menn, þeir merki fá,

mun Guð þá sjálfur vernda þá.

2. Lausnarans gata lýsir ein,

leikur um hana birta hrein.

Ef hjartað alveg verndum vér,

varanlegt líf vor hlutdeild er.

Vökum og boðum orð Guðs enn,

aðvörun skulu heyra menn.

Stefnum vér áfram beina braut,

bætir Guð seinna hverja þraut.

3. Hjálpum svo öllum eins og ber,

aðstoðum sérhvern bróður hér.

Sameinuð öll í sannri trú,

setjum á Drottin traustið nú.

Þakklátu hjarta þiggjum hnoss,

þjónustu þá sem Guð gaf oss.

Verði hún vammlaus ár og síð,

vegsömum nafn Guðs alla tíð.