Upprisan, kærleiksráðstöfun Guðs
Söngur 185
Upprisan, kærleiksráðstöfun Guðs
1. Er mannkyn upprís, miskunn Guðs
þá miðlast himni frá.
Hún kennir okkur kærleik hans,
fórn Krists hún byggist á.
Fyrst kemur fram hin kjörna hjörð,
lífs kórónu fær sú.
Hún drottnar þúsund dýrleg ár,
til dauða var hún trú.
2. En mikill votta fjöldi fær
líf fagurt á jörð hér.
Þeir öðlast betri upprisu,
Guðs orð því vitni ber.
Um aðra sauði er sú von,
ef einhver þeirra deyr
að rísa snemma’ úr sinni gröf,
Guð síðan lofa þeir.
3. Í gröfum heyra munu menn
því máttug er Krists raust
og illvirkinn er lét sitt líf
fær laun og öðlast traust.
Svo endar þúsund ára stjórn
með alvarlegri raun
en forðist menn tál freistarans
það færir eilíf laun.
4. Þið „leifar“ af Krists „litlu hjörð“
og líka „múgur“ hans,
ó, huggið þá er syrgja sárt
og sakna einhvers manns.
Af verkum góðum gerumst rík
sem gefur Drottins hlíf.
Því dauðinn hindrun ei sú er
að eilíft fáum líf.