Vakið, standið stöðugir, verið styrkir
Söngur 174
Vakið, standið stöðugir, verið styrkir
1. Verið stöðugir og styrkir
vegna stríðs sem réttlátt er.
Sækið fram af dug og festu,
bráðum fagnið sigri hér.
Undir Gídeon, þeim meiri, menn
búðir Midían umkringja senn.
Brátt mun heróp Gídeons gjalla,
fyllist geig óvinaher.
2. Hlýðin verið, ávallt vökul,
algáð vinnið Drottins starf.
Fylgið stöðugt Jesú staðföst,
sinnar stöðu gæta þarf.
Hann gaf fyrirmynd sem fylgi hver
svo hans fræðsla nýtist eins og ber.
Allir sem her vinnum við saman,
höndlum sigurlaun í arf.
3. Verið þolgóðir og þreyið,
sýnið þrek uns rætist spá.
Hönd Guðs stjórnar stöðu mála,
ekkert stöðva hana má.
Eins og þeir þrjú hundruð hlustum nú
eftir herópi frá Kristi trú.
Og hans fyrirskipunum fylgjum
ávallt fús af hjartans þrá.
4. Vökum saman, sýnum festu,
verjum sannleiksboðskapinn.
Veldi Drottins sífellt sinnum
og hans sauði leiðum inn.
Eins og Gídeon í glæstri ferð,
ópið gellur: „Hér er Drottins sverð.“
Verum styrk og alla tíð staðföst.
Nálgast stöðugt endirinn.