Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Vandlæti vegna húss Jehóva

Vandlæti vegna húss Jehóva

Söngur 31

Vandlæti vegna húss Jehóva

(Jóhannes 2:17)

1. Jesús vandlátur trú varði,

húss Guðs vegsemd þráði’ að sjá.

Líkt og eldur innra brynni,

falsið afhjúpaði þá.

Kynnti hjálpræði Guðs hæsta,

og að hag Guðsríkis vann.

Og Guðs orðstír ákaft frægði,

föður eilífðar hann ann.

2. Einnig vandlátir í verki

forðum voru kristnir þá.

Fyrir aðstoð Guðs og anda

góða aukning mátti sjá.

Fóru hús úr húsi glaðir,

ekkert hefti þeirra sið.

Vítt og breitt Guðs boðin fluttu,

lýðnum buðu: Iðrist þið.

3. Vandlát þjóð nú Guði þjónar,

vinnur þolgóð starfið enn.

Ætíð andann góða glæðir,

þó að glæpi stundi menn.

Knúin áfram af hans krafti

saman auðga trúarhug.

Vinnur ötul að Guðs starfi,

sýnir ávallt kjark og dug.