Vegsömum Jehóva, föður okkar
Söngur 96
Vegsömum Jehóva, föður okkar
1. Öll sköpun sem með þakkaryl
nú þínar dýrðir skoðar,
að þínum vilja varð allt til
og vegsemd þína boðar.
Þú færir góðar gjafir nú
sem gleðja alla daga
og ritning hreina rómar trú,
þín rætist spádómssaga.
Er Kristur á jörð kominn var
þá kórar engla sungu.
Sem lausnarinn gaf lífið þar,
þig lofum einni tungu.
2. Þinn sonur köllun sinnti vel,
það sanna gleði vekur
og sigur vann á heimi’ og hel,
það háðung burtu tekur.
Á hásæti þér hollur er
og hlýðni sýnir sanna,
nafn þitt hann kynnir þjóða her,
ei þagnar raust hans manna.
Með fögnuði því fólk hans ber
þá frétt um lífsins brautir,
að elska Guðs og andi hér
mun afmá sorg og þrautir.
3. Sæl, Jehóva, þig játum hér
og jafnan gleðja viljum,
með vígslu lífið veitum þér
sem vottar boð þín skiljum.
Þitt helga nafn því virðum vel
og verki þínu ljúkum
svo kærleiks aldrei kólni þel,
við kostgæfnina brúkum.
Af hjarta, mætti, huga’ og sál
skal hag þíns ríkis sinna
en helsta sé það hjartans mál,
þitt heiðra nafn og kynna.