Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Ver glaður í von Guðsríkis!

Ver glaður í von Guðsríkis!

Söngur 16

Ver glaður í von Guðsríkis!

(Rómverjabréfið 15:10-13)

1. Ver glaður! Ver glaður!

Tak góðri frétt um ríkið fljótt.

Ver glaður! Ver glaður!

Stjórn Guðs mun koma skjótt.

Af mætti styddu störf hans best,

hans stefnu ákaft ver.

Guðs ríki haf í huga mest

til heilla fólk það sér.

Ver glaður! Ver glaður!

Og gerðu kunna ríkisfrétt.

Ver glaður! Ver glaður!

Stjórn Guðs hún nálgast fljótt.

2. Ver sæll nú! Ver sæll nú!

Því sanna von Guð veitir þér.

Ver sæll nú! Ver sæll nú!

Því sönn hvíld Drottins er.

Hún veitir kraft sú vonin góð

og vernda hana þá.

Guð hefur leitt þig heljarslóð

og heimsins myrkri frá.

Ver sæll nú! Ver sæll nú!

Á sönnum Guði von sé byggð.

Ver sæll nú! Ver sæll nú!

En snörur varast ber.

3. Syng lofsöng! Syng lofsöng!

Því langþráð vonin hvetur enn.

Syng lofsöng! Syng lofsöng!

Guð lofi allir menn.

En lyftið augum akur á,

sjá uppskeruna nú.

Þeim ávöxt gefa mikinn má,

sem meta hreina trú.

Syng lofsöng! Syng lofsöng!

Guð lætur okkur styrk í té.

Syng lofsöng! Syng lofsöng!

Hann lofi tryggir menn.