Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Verið karlmannlegir og styrkir“

„Verið karlmannlegir og styrkir“

Söngur 134

„Verið karlmannlegir og styrkir“

(1. Korintubréf 16:13)

1. „Sjáið manninn!“ sagt var um Krist Jesú,

sannarlega hann til fyrirmyndar var.

Sigur vann í Satans vonda heimi,

sannur vottur Guðs sig karlmannlega bar.

2. Kristur okkar fyrirmyndin fremsta,

fylgjum honum, verum drengileg og virk.

Öll við stöndum andspænis Guðs degi,

áfram verum huguð, karlmannleg og styrk.

3. Kjarks og festu krafist er af öllum,

konum jafnt sem körlum, ungum, öldnum hér.

Er hin spáðu endalok svo nálgast,

efli kjark í starfi allur Drottins her.

4. Kristi okkar konungi við fylgjum,

keppumst við að feta trúföst í hans spor.

Sýnum styrk og sönnum okkar djörfung,

sigri bráðum fagna þeir er sýna þor.