Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Verndaðu hjartað

Verndaðu hjartað

Söngur 132

Verndaðu hjartað

(Orðskviðirnir 4:23)

1. Ó, verndið hjörtun vinir Guðs

sem viljið lífið sjá.

Í orð hans sækið alltaf ráð

sem eru Guði frá.

Því umhugsun er upphaf alls,

að öllum verkum hér.

Á fylgsnum hugans höfum gát,

það hagur okkar er.

2. En bæn er einhver besta leið

að bæta hjarta manns.

Þú oft skalt þakka ástúð Guðs

með ósk og bæn til hans.

Og eins er nám í orði Guðs

og athöfn byggð á því

og samfélag við söfnuðinn

er safnast ljósi í.

3. Það allt sem gott er afspurnar

og elskuvert og hreint

og sómakært og satt og rétt,

af sannleiksorði reynt,

það áfram skalt þú íhuga

og af því taka mið.

Þá verndað hjartað verður þitt

og veitir líf og frið.