Verum trygglynd
Söngur 38
Verum trygglynd
1. Eina þjóð á alvalds Drottinn,
öll með gleði nafn hans ber,
góð og trygglynd, trúföst starfar,
tign og mátt hans kynnir hér.
Andlegt náðar nægtaborðið
nærir hana sérhvern dag,
þráir hún að þóknast honum,
þjónar að Guðsríkis hag.
2. Trygg við Drottins trúa söfnuð,
trúföst verum á hans slóð.
Holla tryggð við honum veitum,
heit þó stríði lastaglóð.
Orðstír Guðs í huga höfum,
hans sem okkur veitir gnótt.
Ef að bræðrum ógnir steðja,
árvök aðvörum þá fljótt.
3. Hönd við réttum hjálpar bræðrum,
hvetjum nýja, sinnum þeim.
Von og trú þeim veiku fáum,
veitum nýta aðstoð heim.
Friðarveginn fetum ávallt,
forðumst allt sem veikir traust,
sýnum góðan samstarfsvilja,
samband verði hnökralaust.
4. Sýnum tryggð í svikaheimi,
svo það verði vani þá,
vandlát göngum veginn kristna,
víkjum aldrei honum frá.
Fetum svo í fótspor Jesú,
fréttir með um Satans tál.
Sönnum Guði sýnum hlýðni
sem er okkar hjartans mál.