Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Verum undirgefin guðveldinu

Verum undirgefin guðveldinu

Söngur 8

Verum undirgefin guðveldinu

(1. Korintubréf 14:33)

1. Jehóva á þjóð er ber nú vítt og breitt

boðskap mjög svo mætan sem fær huggun veitt.

Guðveldisins skipan gæta ávallt ber,

grandvarleik og hlýðni sýni einn og hver.

(Viðlag)

2. Kristur stýrir liði, honum er það háð,

hann útbúnað veitir, liðsveit sem er skráð.

Stríð okkar er andlegt, aðferðin er rétt,

einhug þarf að bera, standa saman þétt.

(Viðlag)

3. Anda Guðs við höfum, einnig hygginn þjón,

okkur leiðsögn gefur, ei þá bíðum tjón.

Staðföst verum ávallt, öðlumst sannan frið,

ætíð boð hans kynnum, trúföst við hans hlið.

(VIÐLAG)

Hlýðin Guð metum, holl veg hans fetum,

hans leiðsögn fylgjum við.

Treyst honum getum, tryggð honum hétum,

trúföst þjónum við hans hlið.