Við erum vottar Jehóva!
Söngur 113
Við erum vottar Jehóva!
1. Dauða guði dýrka menn,
Drottin ekki þekkja enn.
Einn hann hefur alvald,
augljóst mun það senn.
Aðrir guðir ekki sjá
allt sem framtíð leyna má,
alls engra votta afla þeir sér,
ekki neinn þeirra sannur er.
(Viðlag)
2. Vottafjöldi haldist hreinn,
hræðist ekki falsguð neinn.
Ykkar Drottinn er ég,
alvald ber ég einn.
Ykkur legg ég alltaf lið,
annan guð ei þýðist þið,
vegsamið nafn mitt víða í trú,
vottarnir mínir reynist nú.
(Viðlag)
3. Vitnið um nafn valdhafans,
vinnið gegn smán rógberans.
Gerið vondum viðvart
vegna dóma hans.
Náð og örvun orð Guðs ljær
og menn Drottni færir nær.
Víða á Guði vekið nú traust,
vonina’ um lífið endalaust.
(VIÐLAG)
Vottar Jah Guðs verum hér,
vitnum djörf með Drottins her.
Jehóva Guð einn alheimsvald á,
orðin hans uppfylling fá.