Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Viðbrögð við kærleika Guðs

Viðbrögð við kærleika Guðs

Söngur 50

Viðbrögð við kærleika Guðs

(1. Jóhannesarbréf 4:11)

1. Ó, Guð þú mikli, mesti, í miskunn allra besti,

þig viljum elska’ og veita þér hrós.

Við hyllum háa nafnið og helgiritasafnið

sem veitir okkur visku og ljós.

Þú ljúfur ert og lögvís og líknar mönnum réttvís,

þú sýnir visku mikla og mátt.

Ef gott við viljum gera og guðhrædd öll svo vera

þú tekur okkur í tryggð og sátt.

2. Og fyrst þú okkur unnir og aumum líkna kunnir,

við munum mikla nafnið þitt hér.

Og þegar son þinn sendir, þig sjálfan elska kenndir

en fyrir fórn hans leið opin er.

Og fórnargjöfin góða er fyrirheit til þjóða,

hún kynnir kærleik Jehóva nú.

Svo líf að launum fáum, við lausnargjöf þá dáum

og hlýðum háu stöðlunum trú.

3. Og þó að vaxi villa og vilji okkur spilla,

við metum sannleiksmálstaðinn mest.

Við sýnum sama vilja og síst má kærleik dylja

því gleði vex með gjafmildi best.

Við saman ætíð sýnum með samstarfsanda fínum

að einingarband okkar er sterkt.

Guðs arf í trausti tökum, í tryggðarheiti vökum,

þá sjálfur Guð mun segja: „Vel gert.“