Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Vinnið saman í einingu

Vinnið saman í einingu

Söngur 213

Vinnið saman í einingu

(Efesusbréfið 4:3)

1. Ræktum eining andans af dug,

eiginhyggju vísum á bug.

Samhljóm hugans sýnum í trú,

sannan frið öðlumst nú.

Samstarf samhug eflir,

sönn er blessun sú.

Sértu gæddur hæfileik hér,

hrósa ekki þá sjálf um þér.

Sýnum heldur hógværa lund,

hyllum Guð hverja stund.

2. Öfund sem og samkeppni þrífst,

sundrað einskis mannfólkið svífst.

Leitum sífellt friðarins fljótt,

fyrir hans anda skjótt.

Vænn sem dögg á vorin

veitir friður gnótt.

Upp er sprettur erjunnar tal,

ófullkomleik greina þá skal,

útkljá skyldi ágreining þá,

einingu munum sjá.

3. Saman vinnum við sérhvern dag,

vex þá eining og bræðralag,

ljúf og góð og gleðileg er

geymist í hjarta þér.

Okkar eining metum,

ávöxt friðar ber.

Eining veitir endurgjald gott,

ávallt ber um blessun Guðs vott.

Frið Guð veitir frelsi og von,

fyrir sinn einkason.