Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Styrktu ásetning þinn

Styrktu ásetning þinn

Styrktu ásetning þinn

„Reynslan sýnir að einbeitt skuldbinding er það mikilvægasta sem reykingamenn þurfa til að geta hætt.“ – Úr bókinni „Stop Smoking Now!“

EF ÞÚ ætlar að hætta að reykja er grundvallaratriði að hafa einbeittan vilja til að gera það. Hvernig geturðu styrkt löngun þína til þess? Veltu fyrir þér hversu jákvæð áhrif það hefði að hætta.

Þú sparar peninga. Að reykja pakka á dag kostar meira en hálfa milljón á ári. „Ég áttaði mig ekki á því hversu miklum peningum ég eyddi í tóbak.“ – Gyanu, Nepal.

Þú verður að öllum líkindum ánægðari með líf þitt. „Líf mitt byrjaði þegar ég hætti að reykja og það verður betra og betra.“ (Regina, Suður-Afríku) Þegar fólk hættir að reykja batnar lyktar- og bragðskyn til muna og það hefur meiri orku og lítur betur út.

Heilsan þín getur orðið betri. „Það er mikill og skjótur ávinningur fyrir konur og karla á öllum aldri að hætta að reykja.“ – Sóttvarna- og forvarnamiðstöðvar Bandaríkjanna.

Þú byggir upp sjálfsmynd þína. „Ég hætti að reykja því að ég vildi ekki að tóbak stjórnaði mér. Ég vildi sjálfur ráða yfir líkama mínum.“ – Henning, Danmörku.

Ávinningur fyrir fjölskyldu þína og vini. „Reykingar … skaða heilsu þeirra sem þú umgengst … Rannsóknir hafa sýnt að óbeinar reykingar eru ástæðan fyrir því að þúsundir manna deyja árlega af völdum lungnakrabbameins og hjartasjúkdóma.“ – Bandaríska krabbameinsfélagið.

Þú gleður skapara þinn. ,Þið elskuðu, hreinsum okkur af öllu sem óhreinkar líkama okkar.‘ (2. Korintubréf 7:1) ,Bjóðið fram líkama ykkar að … heilagri fórn sem hann hefur velþóknun á‘. – Rómverjabréfið 12:1.

„Þegar ég skildi að Guð er á móti því sem skaðar líkamann ákvað ég að hætta að reykja.“ – Sylvia, Spáni.

Oft er viljinn einn ekki nóg. Við gætum þurft hjálp annarra, þar á meðal ættingja og vina. Hvað geta þeir gert?