Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Berið kærleika hver til annars“

„Berið kærleika hver til annars“

„Berið kærleika hver til annars“

„Ég gef ykkur nýtt boðorð, að þið elskið hver annan. Elskið hver annan eins og ég hef elskað ykkur. Allir munu vita að þið eruð lærisveinar mínir ef þið berið kærleika hver til annars.“ – JÓHANNES 13:34, 35.

Hvað þýðir það? Kristur sagði fylgjendum sínum að elska hver annan eins og hann elskaði þá. Hvernig elskaði Jesús þá? Kærleikur hans var hafinn yfir úbreidda hlutdrægni byggða á þjóðerni eða kyni. (Jóhannes 4:7–10) Kærleikur fékk Jesú til að fórna tíma sínum, kröftum og þægindum til að hjálpa öðrum. (Markús 6:30–34) Að lokum sýndi Kristur mesta kærleika sem hugsast getur. „Ég er góði hirðirinn,“ sagði hann. „Góði hirðirinn gefur líf sitt fyrir sauðina.“ – Jóhannes 10:11.

Hvernig fylgdu kristnir menn á fyrstu öld þessu fordæmi? Á fyrstu öld kölluðu kristnir menn hver annan bróður eða systur. (Fílemonsbréfið 1, 2) Fólk af öllum þjóðum var boðið velkomið í kristna söfnuðinn því að hinir frumkristnu trúðu að það væri „enginn munur á Gyðingum og Grikkjum. Sami Drottinn er yfir öllum og hann er örlátur við alla sem ákalla hann“. (Rómverjabréfið 10:11, 12) Eftir hvítasunnuna árið 33 „seldu [þeir] eignir sínar og muni og skiptu andvirðinu milli allra, eftir þörfum hvers og eins.“ (Postulasagan 2:41–45) Hvað hvatti þá til að gera þetta? Innan við 200 árum eftir dauða postulanna vitnaði Tertúllíanus í það sem hafði verið sagt um kristna menn: „Sjáið hversu þeir elska hver annan og hvernig þeir eru jafnvel fúsir til að deyja hver fyrir annan.“

Hverjir fylgja þessu fordæmi nú á dögum? Bókin The History of the Decline and Fall of the Roman Empire (1837) segir að í gegnum aldirnar hafi „þeir sem segjast vera kristnir beitt hver annan langtum meiri grimmd en þeir hafa þurft að þola vegna kappsemi trúleysingja.“ Nýleg rannsókn sem var gerð í Bandaríkjunum leiddi í ljós sterk tengsl milli þeirra sem eru trúaðir og telja sig flestir kristna og kynþáttafordóma. Þeir sem sækja kirkju í einu landi tengjast sjaldnast þeim sem eru sömu trúar í öðru landi og eru tregir til að hjálpa trúsystkinum sínum sem þurfa hjálp.

Árið 2004 eftir að fjórir fellibyljir í röð gengu yfir Flórída á tveim mánuðum gekk umsjónarmaður neyðarhjálpar úr skugga um hvort hjálpargögn kæmust í réttar hendur. Hann sagði að enginn hópur væri jafn vel skipulagður og Vottar Jehóva og bauðst til að útvega hvaða hjálpargögn sem vottarnir þyrftu á að halda. Árið 1997 fór hópur votta Jehóva í hjálparstarf með lyf, mat og föt til Lýðstjórnarlýðveldis Kongó til að koma trúsystkinum sínum til hjálpar. Trúsystkini í Evrópu höfðu gefið hjálpargögn að andvirði einnar milljónar Bandaríkjadala.