Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI | LYGAR SEM GERA ÞAÐ ERFITT AÐ ELSKA GUÐ

Lygi 1: Guð á sér ekki nafn

Lygi 1: Guð á sér ekki nafn

ÞAÐ SEM MARGIR TRÚA

„Við erum ekki sammála um hvort Guð eigi sér yfirhöfuð nafn eða hvaða nafn það gæti verið.“ Prófessor David Cunningham, Theological Studies.

SANNLEIKUR BIBLÍUNNAR

Guð sagði: „Ég er Jehóva. Það er nafn mitt.“ (Jesaja 42:8, NW) Jehóva er hebreskt nafn sem merkir ,hann lætur verða‘.

Guð vill að við notum nafna hans. „Ákallið nafn hans,“ segir Biblían. „Gerið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna. Hafið í minnum að háleitt er nafn hans.“ – Jesaja 12:4.

Jesús notaði nafn Guðs. Hann sagði við Jehóva í bæn: „Ég hef kunngert þeim [lærisveinum Jesú] nafn þitt og mun kunngera það.“ Hvers vegna kunngerði Jesús lærisveinum sínum nafn Guðs? Hann heldur áfram: „Svo að þeir sýni sama kærleika og þú sýndir mér og ég sé sameinaður þeim.“ – Jóhannes 17:26.

HVERS VEGNA ÞAÐ SKIPTIR MÁLI

„Sá sem þekkir ekki Guð með nafni getur ekki þekkt hann sem persónu,“ skrifaði guðfræðingurinn Walter Lowrie, „og hann getur ekki elskað hann ef hann þekkir hann aðeins sem ópersónulegan kraft.“

Að fela nafn Guðs eða skipta því út fyrir eitthvað annað er eins og skera það burt af síðum Biblíunnar.

Maður að nafni Victor sótti kirkju í hverri viku en honum fannst hann ekki þekkja Guð. „En þá lærði ég að Guð heitir Jehóva og mér fannst eins og ég væri kynntur fyrir honum,“ segir hann. „Það var eins og ég væri loksins búinn að hitta þann sem ég hafði heyrt svo mikið um. Ég fór að líta á hann sem raunverulega persónu og mynda vináttu við hann.“

Jehóva nálgast á sama hátt þá sem nota nafn hans. Hann lofar þeim sem „virða nafn hans“: „Ég mun vægja þeim eins og maður vægir syni sínum sem þjónar honum.“ (Malakí 3:16, 17) Guð umbunar líka þeim sem ákalla nafn hans. Biblían segir: „Allir sem ákalla nafn Jehóva bjargast.“ – Rómverjabréfið 10:13.