Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI | LYGAR SEM GERA ÞAÐ ERFITT AÐ ELSKA GUÐ

Sannleikurinn getur veitt þér frelsi

Sannleikurinn getur veitt þér frelsi

Einu sinni þegar Jesús var í Jerúsalem ræddi hann um föður sinn, Jehóva, og afhjúpaði falstrúarleiðtoga síns tíma. (Jóhannes 8:12–30) Það sem hann sagði getur hjálpað okkur að leggja mat á útbreiddar kenningar um Guð. Hann sagði: „Ef þið fylgið orðum mínum staðfastlega eruð þið sannir lærisveinar mínir og þið munuð þekkja sannleikann og sannleikurinn veitir ykkur frelsi.“ – Jóhannes 8:31, 32.

„Fylgið orðum mínum.“ Hér setur Jesús mælikvarðann til að meta hvort trúarleiðtogar kenna „sannleikann“. Þegar eitthvað er sagt um Guð skaltu spyrja sjálfan þig: „Er þetta í samræmi við það sem Jesús sagði og allt annað sem stendur í Biblíunni?“ Líktu eftir þeim sem hlustuðu á Pál postula og „rannsökuðu Ritningarnar daglega til að kanna hvort það sem þeir heyrðu væri rétt“. – Postulasagan 17:11.

Marco, Rosa, og Raymonde, sem minnst er á í fyrstu greininni í þessari greinaröð, skoðuðu vandlega trú sína með því að kynnast Biblíunni með aðstoð votta Jehóva. Með hvaða árangri?

Marco: „Biblíukennari okkar notaði Biblíuna til að svara öllum spurningum okkar hjónanna. Kærleikurinn til Jehóva fór að vaxa og við urðum nánari sem hjón.“

Rosa: „Ég hélt fyrst að Biblían væri bók sem styðst við hugmyndir manna til að útskýra hver Guð er. En smátt og smátt sá ég að Biblían svaraði spurningum mínum. Jehóva er mér raunverulegur núna. Ég treysti honum.“

Raymonde: „Ég bað Guð um hjálp til að kynnast honum. Stuttu seinna byrjuðum við eiginmaðurinn minn að rannsaka Biblíuna. Loksins kynntumst við sannleikanum um Jehóva! Við vorum yfir okkur glöð að hafa uppgötvað hvers konar Guð hann er.“

Biblían afhjúpar ekki aðeins lygar um Guð heldur opinberar hún líka sannleikann um aðlaðandi eigileika hans. Hún er innblásið orð hans og hjálpar okkur að ,skilja hvað Guð hefur í góðvild sinni gefið okkur‘. (1. Korintubréf 2:12) Hví ekki að komast að því sjálfur hvernig Biblían getur svarað algengum og áleitnum spurningum um Guð, fyrirætlun hans og framtíð okkar? Kynnstu svörunum við sumum þessara spurninga á www.pr418.com undir flipanum „Biblían og lífið > Biblíuspurningar og svör“. Þú getur líka beðið um biblíunámskeið á vefsetrinu eða með því að hafa samband votta Jehóva. Við trúum því að þér muni þá finnast auðveldara að elska Guð en þig óraði fyrir.