Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Glaðst og Guði sungið lof á mótum

Glaðst og Guði sungið lof á mótum

Glaðst og Guði sungið lof á mótum

Allt frá því snemma á níunda áratug 19. aldar gerðu biblíunemendurnir sér ljóst að gott væri fyrir þá að kynnast trúbræðrum sínum annars staðar. Því héldu þeir, auk hinna reglubundnu samkoma, árleg mót allra biblíunemenda í Bandaríkjunum, og síðar einnig frá Kanada. Þessi mót voru þeim andleg hressing, því að veitt var ítarleg biblíufræðsla í nokkra daga samfleytt og mótsgestir uppörvuðu hver annan með veru sinni þar. Skírn þeirra sem nýlega höfðu tekið trú var fastur þáttur á þessum mótum. Samhliða þeim var gert sérstakt átak í að bera vitni fyrir almenningi. — Rómverjabréfið 1:11, 12.

Enn halda vottar Jehóva mót með reglulegu millibili. Oftast eru um 18 til 25 söfnuðir tengdir saman í það sem kallað er farandsvæði, og farandumsjónarmenn heimsækja þá með reglulegu millibili. Tvisvar á ári er haldið svæðismót þar sem allir söfnuðir farandsvæðisins, eða hluti þeirra, koma saman á laugardegi og sunnudegi.

Einu sinni á ári eru haldin enn fjölmennari þriggja eða fjögurra daga mót, nefnd umdæmismót eða landsmót, og skipta mótsgestir þá oft þúsundum. Þessi mót eru vottum Jehóva og áhugafólki um starf þeirra andleg uppbygging, svo og vitnisburður fyrir umheiminum.

Hið stjórnandi ráð votta Jehóva undirbýr dagskrá þessara móta og tekur við það mið af þörfum vottanna út um allan heiminn. Dagskráin er flutt í formi erinda, viðtala og sýnikennslu, og flytja hana farandumsjónarmenn og aðrir hæfir vottar frá hinum ýmsu söfnuðum. Ýmsir segja frá reynslu sinni í að takast á við lífið sem kristnir menn í guðlausum heimi eða árangri sem þeir hafa náð í þjónustunni. Á umdæmis- og landsmótum eru auk þess flutt biblíuleikrit eða nútímaleikrit sem lýsa því hvernig kristnir menn takast á við þau vandamál sem mæta þeim nú á dögum.

Mótsgestir geta fengið mat og hressingu á mótsstað gegn smáu framlagi. Með þeim hætti geta þeir notið félagsskapar hver við annan í dagskrárhléum. Allt starf tengt framkvæmd þessara móta er unnið af sjálfboðaliðum úr röðum votta Jehóva. Frjáls framlög standa undir kostnaði vegna húsnæðis og öðrum útgjöldum. Aðgangur er ókeypis og engin samskot fara fram.

Hjá söfnuði votta Jehóva í þínu byggðarlagi getur þú fengið upplýsingar um hvenær og hvar þessi mót eru haldin. Þar fást einnig upplýsingar um ferðir til og frá mótsstað, svo og gistingu meðan mótið stendur yfir.

Þessi mót hjálpa vottum Jehóva og öllum sem hafa við þá samfélag að víkka sjóndeildarhring sinn og meta að verðleikum gervallt bræðrafélagið í heiminum. — 1. Pétursbréf 2:17.

● Hvaða gagn höfðu fyrstu biblíunemendurnir af mótum sínum?

● Lýstu tilhögun og dagskrá svæðismóta og umdæmismóta.

[Myndir á blaðsíðu 18]

Biblíuleikrit á umdæmismóti í Bandaríkjunum.

Alþjóðamót í Póllandi.

Alþjóðamót í Argentínu.

Svæðismót í Japan.

Mótsgestir í Sviss ná sér í biblíurit.

Skírn á alþjóðamóti í Suður-Afríku.

Tilkynnt um útgáfu nýs biblíurits í Kanada.

Sungið saman á móti á Spáni.