Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hjarðar Guðs gætt í einingu

Hjarðar Guðs gætt í einingu

Hjarðar Guðs gætt í einingu

Sumir spyrja hvernig söfnuði votta Jehóva út um allan heiminn sé stjórnað. Við svörum því til að stjórnin sé með svipuðu sniði og var í kristna söfnuðinum á fyrstu öldinni.

Á áttunda áratug 19. aldar tóku Charles T. Russell og félagar hans af eigin frumkvæði að gera kunnugan árangur biblíurannsókna sinna, bæði í ræðu og riti. Út um öll Bandaríkin litu þeir sem kusu að tengjast starfi Russells og félaga hans á þá sem reyndasta í starfi Drottins. Þeir væntu frá þeim leiðbeininga varðandi starf sitt.

Árið 1884 var félagið Zion’s Watch Tower Tract Society lögskráð í Pennsylvaniaríki. Russell og félagar hans áttu ríkan þátt í að stjórna þessu félagi og starfi biblíunemendanna. Árið 1909 fluttu þeir aðalstöðvar sínar til Brooklyn í New York. Stjórnendur Varðturnsfélagsins hafa, ásamt fleiri andlega hæfum, andasmurðum karlmönnum, allt frá upphafi þjónað sem stjórnandi ráð votta Jehóva.

Hið stjórnandi ráð er hópur anda­smurðra, kristinna karlmanna (13 árið 1986), þeirra á meðal sjö sem sitja í stjórn Varðturnsfélagsins. Þeir hafa yfirumsjón með starfi votta Jehóva út um allan heiminn. Þeir starfa ekki undir guðlegum innblæstri og eru því ekki óskeikulir; hins vegar reiða þeir sig á hið óskeikula orð Guðs sem æðsta yfirvald á jörðinni og eiga að baki ævilanga reynslu í því að gera vilja Guðs. Allir eiga þeir að baki meira en 40 ára þjónustu í fullu starfi með vottum Jehóva.

Hið stjórnandi ráð hefur yfirumsjón með því sem Félagið gefur út. Fylgst er með andlegum þörfum hjarðarinnar og það sem skrifað er byggt á þeim. Það á sér að baki bænir og nákvæmar rannsóknir á orði Guðs. Þessir menn halda áfram biblíuathugunum sínum og fylgjast grannt með markvissri framrás tilgangs Guðs, hvernig heimsatburðirnir uppfylla spádóma Biblíunnar og hverjar eru aðstæður þjóna Guðs í heiminum. Skilningur okkar á sumum kenningum þarfnast því stundum lítilsháttar leiðréttingar. Með þeim hætti vex stöðugt þekking á sannleikanum. — Sálmur 97:11; Orðskviðirnir 4:18; Daníel 12:4.

Félagið starfrækir liðlega 90 útibú til að hafa umsjón með starfi votta Jehóva í rúmlega 200 löndum og eyjaklösum. Við hvert útibú hefur hið stjórnandi ráð skipað deildarnefnd þriggja eða fleiri andlega hæfra karlmanna. Hvert útibú er í sambandi við þá söfnuði sem eru undir þess umsjá. Stöðugt samband er milli hins stjórnandi ráðs og deildarnefndanna, og ýmsir meðlimir hins stjórnandi ráðs skipta með sér árlegum heimsóknum til sem flestra útibúa. Með þeim hætti eru þeir í náinni snertingu við það sem er að gerast á hverjum stað.

Þessir menn drottna ekki yfir trú annarra heldur eru þeir þjónar sem leggja mikið á sig til að fjölmargir fleiri geti kynnst orði Guðs. Þeir taka ekki laun fyrir þjónustu sína, en séð er fyrir efnislegum þörfum þeirra með sama hætti og allra annarra í Betelfjölskyldunni. Sú kostgæfni, eining, háleitt siðgæði og hollusta við kenningar Biblíunnar, sem vottar Jehóva um allan heiminn sýna, sannar að þeir inna þjónustu sína trúfastir af hendi. — 1. Korintubréf 3:5-9; 4:1, 2; 2. Korintubréf 1:24; 3:1-3; 1. Pétursbréf 5:2, 3.

● Hvernig þróaðist stjórnarfyrirkomulag votta Jehóva?

● Hverjir mynda hið stjórnandi ráð núna og hver er ábyrgð þeirra?

● Hvernig er yfirumsjón starfsins háttað í öðrum löndum?

[Kort á blaðsíðu 26]

(Sjá uppraðaðan texta í bæklingnum)

Svæði þar sem vottar Jehóva þjóna vilja Guðs

[Myndir á blaðsíðu 26]

Forsetar Varðturnsfélagsins

C. T. Russell 1884-1916

J. F. Rutherford 1916-1942

N. H. Knorr 1942-1977

F. W. Franz, 1977-1992

[Myndir á blaðsíðu 27]

Nokkur af þeim liðlega 90 útibúum sem hafa yfirumsjón með starfi votta Jehóva út um heiminn.

Kanada

Zambía

Þýskaland

Japan

Ástralía

Brasilía