Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Kristni söfnuðurinn á fyrstu öld

Kristni söfnuðurinn á fyrstu öld

Kristni söfnuðurinn á fyrstu öld

Á hvítasunnunni árið 33 var heilögum anda úthellt yfir 120 lærisveina Jesú, og fóru þeir að tala um stórmerki Guðs á fjölmörgum tungumálum. Þar með var kristni söfnuðurinn stofnsettur. Um það bil 3000 nýir lærisveinar skírðust þann dag. — Postulasagan 2. kafli.

Söfnuðunum á hinum ýmsu stöðum fjölgaði þegar postularnir og aðrir boðberar trúarinnar héldu áfram að tala orð Guðs af djörfung. Eins og greint er frá í Postulasögunni náði prédikunarstarfið á skömmum tíma út um allt Miðjarðarhafssvæðið, frá Babýlon og Norður-Afríku til Rómar og ef til vill Spánar. — Rómverjabréfið 15:18-29; Kólossubréfið 1:23; 1. Pétursbréf 5:13.

Hvar sem menn gerðust lærisveinar Krists mynduðu þeir söfnuði. Þroskaðir karlmenn, sem voru til þess hæfir, voru skipaðir öldungar eða umsjónarmenn til að halda uppi réttri kennslu og sómasamlegri breytni í söfnuðunum. Þeir mynduðu þó ekki klerkastétt heldur voru þjónar orðsins og samverkamenn annarra í þágu ríkis Guðs. — Postulasagan 14:23; 20:28; 1. Korintubréf 3:5; 5:13; Kólossubréfið 4:11; 1. Tímóteusarbréf 3:1-15; Hebreabréfið 13:17; 1. Pétursbréf 5:1-4.

Postularnir og fleiri nánir samverkamenn þjónuðu hlutverki stjórnandi ráðs. Þeir tóku forystuna í prédikunarstarfinu. Þeir leystu vandamál í söfnuðinum í Jerúsalem. Þeir sendu reynda og hæfa bræður til Samaríu og Antíokkíu til að styrkja nýja lærisveina þar í trúnni. Þeir leystu úr deilu varðandi umskurnina og gerðu úrskurð sinn kunnan öllum söfnuðunum. Samt sem áður voru þessir menn ekki leiðtogar eða yfirboðarar heldur þjónar og samverkamenn alls safnaðarins. — Postulasagan 4:33; 6:1-7; 8:14-25; 11:22-24; 15:1-32; 16:4, 5; 1. Korintubréf 3:5-9; 4:1, 2; 2. Korintubréf 1:24.

Þessir lærisveinar fyrstu aldar voru af guðlegri forsjá nefndir kristnir menn. Kenningar þeirra greindu þá líka frá öðrum; þær voru nefndar kenning postulanna eða fyrirmynd heilnæmu orðanna. Þessi biblíukenning var einnig þekkt sem sannleikurinn. — Jóhannes 17:17; Postulasagan 2:42; 11:26; Rómverjabréfið 6:17; 1. Tímóteusarbréf 4:6; 6:1, 3; 2. Tímóteusarbréf 1:13; 2. Pétursbréf 2:2; 2. Jóhannesarbréf 1, 4, 9.

Þeir voru heimssamfélag bræðra, sameinaðir í kærleika. Þeir sýndu trúbræðrum sínum í öðrum löndum áhuga. Þegar þeir ferðuðust til annarra landa tóku trúbræður þeirra þá glaðir inn á heimili sín. Þeir fylgdu háum siðgæðisstaðli, voru heilög þjóð aðgreind frá heiminum. Þeir höfðu ofarlega í huga nálægð dags Jehóva og töluðu af brennandi áhuga um trú sína á opinberum vettvangi. — Jóhannes 13:34, 35; 15:17-19; Postulasagan 5:42; 11:28, 29; Rómverjabréfið 10:9, 10, 13-15; Títusarbréfið 2:11-14; Hebreabréfið 10:23; 13:15; 1. Pétursbréf 1:14-16; 2:9-12; 5:9; 2. Pétursbréf 3:11-14; 3. Jóhannesarbréf 5-8.

En eins og sagt var fyrir fór umfangsmikið fráhvarf að grafa um sig á annarri og þriðju öld. Upp úr því spruttu stórar kirkjustofnanir sem héldu ekki uppi hreinleika frumkristna safnaðarins í kenningu, breytni, skipulagi og afstöðu gagnvart heiminum. — Matteus 13:24-30, 37-43; 2. Þessaloníkubréf 2. Kafli.

Jesús sagði þó fyrir að sönn guðsdýrkun yrði endurreist við endalok heimskerfisins. Vottar Jehóva trúa að þessi endurreisn birtist í starfi þeirra út um allan heiminn á okkar tímum, um það bil 1900 árum eftir að spádómur Jesú var borinn fram. Á blaðsíðunum hér á eftir er útskýrt hvers vegna.

● Hvernig var kristni söfnuðurinn stofnsettur og hvernig óx hann?

● Hvernig var yfirumsjón með söfnuðinum háttað?

● Hvað var einkennandi fyrir kristna menn fyrstu aldarinnar?

[Kort á blaðsíðu 7]

(Sjá uppraðaðan texta í bæklingnum)

Svartahaf

Kaspíahaf

Hafið mikla

Rauðahaf

Persaflói

Svæði sem fagnaðarerindið náði til á fyrstu öld.

ÍTALÍA

Róm

GRIKKLAND

MALTA

KRÍT

KÝPUR

BIÞYÍNÍA

GALATÍA

ASÍA

KAPPADÓKÍA

KILIKÍA

SÝRLAND

ÍSRAEL

Jerúsalem

MESÓPÓTAMÍA

Babýlon

Sumir á þessum svæðum tóku

ILLYRKÍA

MEDÍA

PARTÍA

ELAM

ARABÍA

LÍBÝA

EGYPTALAND

EÞÍÓPÍA

[Myndir á blaðsíðu 7]

Frumkristnir menn prédikuðu orð Guðs djarflega.

Kristnum mönnum var tekið tveim höndum á heimilum trúbræðra þeirra hvert sem þeir ferðuðust.