Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söfnuðir skipulagðir til að prédika ríki Guðs

Söfnuðir skipulagðir til að prédika ríki Guðs

Söfnuðir skipulagðir til að prédika ríki Guðs

Þegar Jesús Kristur var á jörðinni fór hann borg úr borg og þorp úr þorpi og prédikaði ríki Guðs. Enn fremur þjálfaði hann lærisveina sína fyrir þetta sama starf og sendi þá út. Áður en hann steig upp til himna bauð hann fylgjendum sínum að gera fólk af öllum þjóðum að lærisveinum. Allt frá upphafi var starf frumkristna safnaðarins skipulagt í kringum prédikun fagnaðarerindisins. Hvert sem lærisveinarnir fóru prédikuðu þeir ríki Guðs. — Matteus 4:17, 23; 10:1-16; 28:19, 20; Lúkas 4:43, 44; 8:1; 10:1-9; Postulasagan 1:8; 4:31; 5:42; 8:12; 19:8; 28:23, 30, 31; Rómverjabréfið 10:9, 10, 14.

Í spádómi sínum um endalok þessa heimskerfis sagði Jesús: „Þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.“ Þessi prédikun er ein af meginskyldum kristna safnaðarins nú á dögum. — Matteus 24:14; Markús 13:10.

Út um allan heiminn er starf allra safnaðar votta Jehóva skipulagt með þeim hætti að þeir prédiki fagnaðarerindið um ríki Guðs kerfisbundið á því svæði sem undir þá heyrir. Til að tryggja röð og reglu úthluta útibú Varðturnsfélagsins í hverju landi hverjum söfnuði starfssvæði. Söfnuðurinn skiptir því í smærri einingar sem hann síðan úthlutar einstökum boðberum sem séð geta um að þeir sem þar búa séu heimsóttir. — 1. Korintubréf 14:33, 40.

Vottarnir ná yfirleitt sambandi við fólk með því að fara hús úr húsi. Á safnaðarsamkomum sínum hafa þeir lært að kynna boðskapinn um Guðsríki með hjálp Biblíunnar. Vottarnir hafa með sér biblíurit handa því fólki sem vill auka þekkingu sína á orði Guðs.

Til að gefa öllum íbúum svæðisins tækifæri til að heyra hinn mikilvæga boðskap um Guðsríki skrá vottarnir hjá sér ýmsar upplýsingar þegar þeir fara hús úr húsi, svo sem hvar fólk var ekki heima eða ekki var einhverra orsaka vegna hægt að bera rækilega vitni. Þá geta þeir gert sér ferð þangað við annað tækifæri. Þeir skrifa hjá sér upplýsingar um þá sem sýna áhuga, í því skyni að geta farið til þeirra aftur til að veita nánari upplýsingar út af Biblíunni. Haldið er reglulegt biblíunám með þeim sem vilja. Allt þetta starf er unnið endurgjaldslaust.

Vottar Jehóva bjóða fólki líka tímarit á götum úti. Með þeim hætti geta þeir náð til fjölmargra sem þeir myndu ekki hitta heima. Þeir leggja sig fram um að ná til allra sem vilja hlusta. — Postulasagan 17:17; Opinberunarbókin 14:6, 7; 22:17.

Hvers vegna halda vottarnir áfram að heimsækja fólk úr því að þorri manna sýnir engan áhuga? Reynslan hefur sýnt að breyttar kringumstæður breyta oft viðhorfum fólks. Viðbrögð geta því verið jákvæð við næstu heimsókn eða einhver annar úr fjölskyldunni komið til dyra og sýnt áhuga.

Jesús sagði lærisveinum sínum: „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis.“ Prédikun Guðsríkis er mikilvægur þáttur í því að leita fyrst Guðsríkis, og það er vottum Jehóva mikilvægt markmið. — Matteus 6:33; 2. Tímóteusarbréf 4:2.

● Hvaða starf Jesú og frumkristinna manna átti einnig að gera nú á dögum?

● Hvernig er prédikunarstarf votta Jehóva skipulagt?

● Hvers vegna halda vottarnir áfram að heimsækja fólk þótt þorri manna sýni lítinn áhuga?

[Myndir á blaðsíðu 16, 17]

Vottar Jehóva prédika Guðsríki í hinum ýmsu löndum.

Thaíland

Mexíkó

Holland

Kórea

Curaçao

Ghana

Bretland

Ástralía