Starfsemin fjármögnuð með frjálsum framlögum
Starfsemin fjármögnuð með frjálsum framlögum
Allt það starf, sem áður er lýst, er í höndum sjálfboðaliða. Með þeim hætti er kostnaði haldið í lágmarki. Vottar Jehóva starfa hús úr húsi og dreifa ritum í sjálfboðaþjónustu. Þeir standa sjálfir straum af útgjöldum þar að lútandi. Öldungarnir, sem hafa umsjón með söfnuðunum með aðstoð safnaðarþjónanna, fá enga greiðslu fyrir þjónustu sína. Útgjöld sín bera þeir að öllu leyti sjálfir.
Jafnvel meðlimir hins stjórnandi ráðs, og allir aðrir sem vinna fullt starf við gerð og framleiðslu biblía og biblíurita, fá í staðinn aðeins herbergi, fæði og smávægilegan fjárstyrk til eigin nota. Hið sama gildir um farandumsjónarmenn í fullu starfi.
Þau lágu framlög, sem koma inn fyrir ritin, gera vart meira en að hrökkva fyrir efnis-, framleiðslu, og sendingarkostnaði. Sjálfviljug fjárframlög votta Jehóva sjálfra, annaðhvort í mynd beinna gjafa eða í gegnum arfleiðslu, standa undir öllum öðrum útgjöldum.
Á öllum samkomum votta Jehóva, bæði hinum vikulegu samkomum einstakra safnaða og fjölmennum mótum, eru baukar fyrir frjáls framlög þeirra sem vilja leggja eitthvað af mörkum. Engin samskot fara fram. Hvorki er krafist félagsgjalda né tíundar. Eins og Ritningin mælir fyrir getur einn og sérhver gefið eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu. — 2. Korintubréf 8:12; 9:7.
● Hvernig er öll starfsemi votta Jehóva fjármögnuð?