Tilgangur Guðs er nú að fullnast
Tilgangur Guðs er nú að fullnast
Tilgangur Guðs með sköpun jarðarinnar var sá að hún skyldi byggð hamingjusömu fólki er byggi í réttlátu umhverfi. Til að halda áfram að lifa yrði mannkynið að hlýða lögum Guðs, en fyrstu hjónin óhlýðnuðust, urðu syndarar, dæmdir til dauða. Það leiddi synd og dauða yfir alla afkomendur þeirra. — 1. Mósebók 1:27, 28; 2:16, 17; 3:1-19; Rómverjabréfið 5:12.
Guð, sem ber nafnið Jehóva, ákvað að eyða áhrifum óhlýðni og syndar af jörðinni. Er tími var kominn beindi hann athygli sinni að jörðinni og fann meðal manna trúfastan mann, Abram, og breytti nafni hans í Abraham. Guð hét Abraham því að afkomendur hans yrðu að fjölmennri þjóð, og að af þeirri þjóð myndi hann láta koma fram sæði sem verða myndi öllum jarðarbúum til blessunar. — 1. Mósebók 12:1-3; 18:18, 19; 22:18; Sálmur 83:19, ísl. bi. 1908; Hebreabréfið 11:8-16.
Undir lok 16. aldar fyrir okkar tímatal voru afkomendur Jakobs eða Ísraels, sonarsonar Abrahams, orðnir að tólf ættkvíslum sem voru þá ánauðugir þrælar í Egyptalandi. Jehóva frelsaði þessa Ísraelsmenn frá Egyptalandi og gerði þá að þjóð. Fyrir milligöngu Móse gaf hann þeim við Sínaífjall lögmál sem vera skyldi stjórnarskrá þeirra. Jehóva var konungur þeirra, dómari og löggjafi. Ísraelsþjóðin varð útvalin þjóð Guðs, vottar hans, skipulag manna til að þjóna framkvæmd tilgangs hans. Af þessari þjóð myndi Messías koma, hann sem myndi stofnsetja eilíft ríki til blessunar öllum þjóðum jarðar. — 2. Mósebók 19:5, 6; 1. Kroníkubók 17:7-14; 1. Konungabók 4:20, 25; Jesaja 33:22; 43:10-12; Rómverjabréfið 9:4, 5.
Að 15 öldum liðnum, fyrir um það bil 2000 árum, sendi Guð eingetinn son sinn frá himnum til jarðar, til að fæðast sem barn ungrar gyðingameyjar er María hét. Hann var nefndur Jesús og átti að erfa ríkið sem Guð hafði heitið forföður hans, Davíð. Þrítugur að aldri lét Jesús skírast hjá Jóhannesi skírara og hóf að kunngera ríki Guðs. Með því að lækna sjúka sýndi hann áþreifanlega hvernig hið Matteus 1:18-24; 3:13-16; 4:17-23; 6:9, 10; 13. kafli; 20:28; Lúkas 1:26-37; 2:14; 4:43, 44; 8:1; Jóhannes 3:16; Postulasagan 10:37-39.
komandi ríki myndi blessa mannkynið. Með líkingum og dæmisögum skýrði hann hvers yrði krafist af öllum sem vildu hljóta eilíft líf. Síðan var Jesús líflátinn á staur og fullkomið mannslíf hans gefið sem lausnargjald fyrir mannkynið. —Jesús hafði greint frá því að Messíasarríkið yrði stofnað í fjarlægri framtíð, við endalok heimskerfisins. Á þeim tíma yrði hann ósýnilega nærverandi á himnum sem ríkjandi konungur, og myndi gera návist sína kunna með því að beina athygli sinni að jörðinni. Heimsviðburðirnir sýna að við höfum lifað þennan tíma frá 1914. Eins og Jesús sagði fyrir er fagnaðarboðskapurinn um ríkið prédikaður út um alla jörðina til vitnisburðar öllum þjóðum. Þar af leiðandi er verið að safna fólki út úr öllum þjóðum til stuðnings við Guðsríki. Það mun lifa af endalok núverandi heimskerfis og hljóta eilíft líf á jörðinni undir stjórn Messíasarríkisins. — Matteus 24. og 25. kafli; Opinberunarbókin 7:9-17.
Fjölmargar kirkjur halda því fram að þær geri vilja Guðs nú á dögum. En hvernig getur þú þekkt hinn sannkristna söfnuð? Með því að kynna þér frásögn Ritningarinnar af kristna söfnuðinum á fyrstu öld og athuga síðan hverjir fylgja þeirri fyrirmynd nú á dögum.
● Hvaða hlutverki gegndu Abraham og Ísrael í framrás tilgangs Guðs?
● Hverju áorkaði Jesús með þjónustu sinni og dauða?
● Hvaða atburðir myndu einkenna okkar tíma samkvæmt spádómunum?