Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Við viljum vera til hjálpar

Við viljum vera til hjálpar

Við viljum vera til hjálpar

Þetta rit er gefið út til að kynna þér starf votta Jehóva og það sem þeir gera til að hjálpa þér að auka biblíuþekkingu þína. Vel má vera að vottar Jehóva hafi heimsótt þig eða að þú hafir talað við þá úti á götu eða annars staðar. Ef til vill eru vottarnir að nema Biblíuna með þér.

Veist þú að boðskapur þeirra um ríki Guðs er prédikaður um allan hnöttinn? Hvers vegna? Vegna þess að Guð, skapari okkar, vill að fólk allra þjóða sameinist í tilbeiðslu á sér. Hann sagði fyrir um okkar tíma: „Margar þjóðir munu búast til ferðar og segja: ‚Komið, förum upp á fjall [Jehóva], * til húss Jakobs Guðs, svo að hann kenni oss sína vegu og vér megum ganga á hans stigum.‘“ — Jesaja 2:2, 3.

Það starf votta Jehóva að segja þér frá vegum Guðs er uppfylling þessa spádóms. Á eftirfarandi blaðsíðum munt þú sjá hvers vegna þetta starf er þýðingarmikið núna og hvernig þú getur notið góðs af því.

[Neðanmáls]

^ gr. 3 Einkanafn Guðs, Jehóva, er sett innan hornklofa inn í texta íslensku biblíunnar þar sem það á réttilega að standa samkvæmt frummálinu.