Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Andar eru ekki dánir menn

Andar eru ekki dánir menn

Andar eru til. Á hinu ósýnilega andasviði eru til bæði góðir og illir andar. Eru þeir einstaklingar sem hafa lifað og dáið á jörðinni?

Nei, það eru þeir ekki. Þegar maður deyr flyst hann ekki yfir í andaheiminn eins og margir halda. Hvernig vitum við það? Biblían segir það og orð hennar eru sannleikur sem kemur frá hinum eina sanna Guði sem heitir Jehóva. Jehóva skapaði mennina og veit því vel hvað verður um þá þegar þeir deyja. — Sálmur 83:18, NW; 2. Tímóteusarbréf 3:16.

Adam, sem kom af moldu, hvarf aftur til moldar.

Biblían segir að Guð hafi myndað Adam, fyrsta manninn, „af leiri jarðar.“ (1. Mósebók 2:7) Guð setti hann í Paradís, aldingarðinn Eden. Hefði Adam hlýtt lögum Jehóva hefði hann ekki dáið; hann væri enn á lífi á jörðinni. En þegar Adam braut lög Guðs að yfirlögðu ráði, sagði Guð við hann: „Þú hverfur aftur til jarðarinnar, því að af henni ert þú tekinn. Því að mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!“ — 1. Mósebók 3:19.

Hvað þýðir þetta? Nú, hvar var Adam áður en Jehóva skapaði hann úr moldinni? Hann var hvergi. Hann var ekki andi á himnum sem átti eftir að fæðast sem maður. Hann var einfaldlega ekki til. Þegar Jehóva því sagði að Adam myndi ,hverfa aftur til jarðarinnar‘ meinti hann að Adam myndi deyja. Hann fluttist ekki yfir í andaheiminn. Við dauða sinn varð Adam aftur lífvana, hætti að vera til. Dauði er lífleysi.

En hvað um aðra sem hafa dáið? Eru þeir ekki heldur til? Biblían svarar því:

  • „Allt [bæði menn og skepnur] fer sömu leiðina: Allt er af moldu komið, og allt hverfur aftur til moldar.“ — Prédikarinn 3:20.

  • „Hinir dauðu vita ekki neitt.“ — Prédikarinn 9:5.

  • „Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið.“ — Prédikarinn 9:6.

  • „Í dánarheimum [gröfinni], þangað sem þú fer, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.“ — Prédikarinn 9:10.

  • „[Mennirnir] verða aftur að jörðu, á þeim degi verða áform þeirra að engu.“ — Sálmur 146:4.

Aðeins þeir sem lifa geta gert þetta.

Finnst þér erfitt að fallast á það sem þessir ritningarstaðir segja? Hugleiddu þá þetta: Algengt er að heimilisfaðirinn sé fyrirvinna fjölskyldunnar. Yfirleitt lendir fjölskyldan í þrengingum ef hann deyr. Stundum eiga konan hans og börn jafnvel ekki peninga fyrir mat. Óvinir mannsins fara kannski illa með þau. Spyrðu nú sjálfan þig: ,Ef maðurinn er á lífi í andaheiminum, hvers vegna heldur hann þá ekki áfram að sjá fyrir fjölskyldu sinni? Hvers vegna verndar hann ekki fjölskyldu sína fyrir slæmu fólki?‘ Það er vegna þess að ritningarstaðirnir fara með rétt mál. Maðurinn er lífvana og getur ekkert gert. — Sálmur 115:17.

Hinir dánu geta ekki hjálpað hungruðum eða verndað þá sem farið er illa með.

Þýðir þetta að hinir dánu muni aldrei lifa aftur? Nei, það þýðir það ekki. Við munum ræða um upprisuna síðar. En það þýðir að dánir menn vita ekki hvað þú gerir. Þeir geta ekki séð þig, heyrt til þín eða talað við þig. Þú þarft ekki að óttast þá. Þeir geta ekki hjálpað þér, og þeir geta ekki gert þér mein. — Prédikarinn 9:4; Jesaja 26:14.