Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 3

Fyrsti maðurinn og konan

Fyrsti maðurinn og konan

HVAÐ hefur bæst við á þessari mynd? Já, það er fólkið. Þetta er fyrsti maðurinn og fyrsta konan. Hver skapaði þau? Það var Guð. Veistu hvað hann heitir? Hann heitir Jehóva. Og maðurinn og konan voru nefnd Adam og Eva.

Hlustaðu nú á hvernig Jehóva Guð skapaði Adam. Hann tók dálitla mold af jörðinni og myndaði úr henni fullkominn karlmannslíkama. Síðan blés hann í nasir mannsins og Adam varð lifandi.

Jehóva Guð hafði verkefni handa Adam. Hann sagði honum að gefa hverri dýrategund nafn. Adam hefur ef til vill fylgst lengi með dýrunum til að geta valið nöfn sem hæfðu þeim best. Á meðan Adam var að velja dýrunum nöfn uppgötvaði hann dálítið. Veistu hvað það var?

Dýrin áttu öll maka. Þarna voru karlfílar og kvenfílar og þar voru karlljón og kvenljón. En Adam átti engan maka. Jehóva lét nú Adam falla í djúpan svefn og tók síðan rif úr síðu hans. Af þessu rifbeini skapaði Jehóva konu handa Adam og hún varð eiginkona hans.

En hvað Adam var glaður! Og hugsaðu þér hversu glöð Eva hlýtur að hafa verið að fá að búa í svona fallegum garði! Núna gátu þau eignast börn og lifað hamingjusöm saman.

Jehóva vildi að Adam og Eva lifðu að eilífu. Hann vildi láta þau gera alla jörðina eins fallega og Edengarðurinn var. Það hlýtur að hafa verið yndislegt fyrir Adam og Evu að hugsa til þessa verkefnis! Hefði þig langað til að taka þátt í að gera jörðina að fallegum aldingarði? En hamingja Adams og Evu entist ekki lengi. Nú skalt þú heyra hvers vegna.