Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

2. HLUTI

Frá flóðinu til frelsunarinnar úr Egyptalandi

Frá flóðinu til frelsunarinnar úr Egyptalandi

Aðeins átta manns lifðu af flóðið en þegar tímar liðu fjölgaði þeim og urðu mörg þúsund. Þá, 352 árum eftir flóðið, fæddist Abraham. Við lærum um hvernig Guð hélt loforð sitt með því að gefa Abraham son sem hét Ísak. Síðan eignaðist Ísak tvo syni og af þeim valdi Guð Jakob.

Jakob átti stóra fjölskyldu, 12 syni og nokkrar dætur. Tíu af sonum Jakobs hötuðu bróður sinn Jósef, sem var yngri en þeir, og seldu hann í þrældóm til Egyptalands. Seinna varð Jósef voldugur höfðingi í Egyptalandi. Þegar mikil hungursneyð kom reyndi Jósef bræður sína til að sjá hvort hjartalag þeirra hefði breyst. Að lokum fluttist öll fjölskylda Jakobs, Ísraelsmennirnir, til Egyptalands. Það gerðist 290 árum eftir að Abraham fæddist.

Næstu 215 árin bjuggu Ísraelsmenn í Egyptalandi. Eftir að Jósef dó voru þeir gerðir að þrælum þar. Tíminn leið og Móse fæddist og Guð notaði hann til að leiða Ísraelsmenn út úr Egyptalandi. Í 2. HLUTA er farið yfir sögu 857 ára.