Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

3. HLUTI

Frá burtförinni af Egyptalandi til fyrsta konungsins í Ísrael

Frá burtförinni af Egyptalandi til fyrsta konungsins í Ísrael

Móse leiddi Ísraelsmenn úr ánauðinni í Egyptalandi til Sínaífjalls þar sem Guð gaf þeim lög sín. Seinna sendi Móse 12 menn til að njósna í Kanaanlandi. En 10 þeirra komu aftur með slæmar fréttir. Þeir fengu fólk til að vilja snúa aftur til Egyptalands. Af því að Ísraelsmenn skorti trú refsaði Guð þeim með því að láta þá reika um eyðimörkina í 40 ár.

Að lokum var Jósúa valinn til að leiða Ísraelsmenn inn í Kanaanland. Jehóva gerði mörg kraftaverk til að hjálpa þeim að leggja undir sig landið. Hann stöðvaði rennslið í Jórdanánni, lét múra Jeríkóborgar hrynja og sólina standa kyrra í heilan dag. Á sex árum var landið unnið af Kanverjum.

Að Jósúa meðtöldum stjórnuðu dómarar Ísrael í 356 ár. Við lærum um marga þeirra, svo sem Barak, Gídeon, Jefta, Samson og Samúel. Við lesum einnig um konur eins og Rahab, Debóru, Jael, Rut, Naomí og Dalílu. Í heild nær 3. HLUTI yfir 396 ára sögu.