Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 49

Sólin stendur kyrr

Sólin stendur kyrr

LÍTTU á Jósúa. Hann segir: ‚Sól, statt þú kyrr!‘ Og sólin stendur kyrr. Hún stöðvast þarna á miðjum himni í heilan dag. Jehóva lætur þetta gerast! En hvers vegna skyldi Jósúa vilja að sólin haldi áfram að skína?

Þegar slæmu konung- arnir fimm í Kanaan byrja að herja á Gíbeon senda Gíbeonítar mann til að biðja Jósúa um hjálp. ‚Komið sem skjótast!‘ segir hann. ‚Bjargið okkur! Allir konungarnir í fjalllend- inu eru komnir til að fara í stríð við þjóna ykkar.‘

Jósúa og allir kappar hans leggja strax af stað. Þeir þramma áfram alla nóttina. Þegar þeir koma til Gíbeon verða hermenn konunganna fimm hræddir og byrja að flýja. Þá lætur Jehóva stóra haglsteina falla yfir þá frá himni og þeir eru fleiri sem verða fyrir haglsteinum og deyja en þeir sem hermenn Jósúa drepa.

Jósúa sér nú að sólin muni brátt setjast. Þá verður myrkur og margir hermanna slæmu konunganna fimm munu komast undan. Þess vegna biður Jósúa til Jehóva og segir: ‚Sól, statt þú kyrr!‘ Og af því að sólin sest ekki heldur skín áfram geta Ísraelsmenn unnið fullnaðarsigur.

Í Kanaan eru margir fleiri vondir konungar sem hata fólk Guðs. Það tekur Jósúa og her hans um sex ár að sigra 31 konung í landinu. Þegar því er lokið sér Jósúa um að Kanaanlandi sé skipt á milli þeirra ættkvísla sem enn hafa ekki fengið land.

Mörg ár líða og að lokum deyr Jósúa 110 ára gamall. Eins lengi og hann og vinir hans eru á lífi hlýðir fólkið Jehóva. En þegar þessir góðu menn deyja byrjar fólkið að gera það sem rangt er og lendir í erfiðleikum. Þá þarfnast það sannarlega hjálpar Guðs.