Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 54

Sterkasti maðurinn

Sterkasti maðurinn

HVER er sterkasti maðurinn sem uppi hefur verið? Það er dómari sem hét Samson. Hann fékk krafta sína frá Jehóva. Jafnvel áður en Samson fæddist sagði Jehóva við móður hans: ‚Bráðum munt þú eignast son. Hann mun verða foringi Ísraelsmanna og bjarga þeim undan yfir- ráðum Filista.‘

Filistar eru vont fólk sem býr í Kanaanlandi. Meðal þeirra eru margir stríðsmenn og þeir fara illa með Ísraelsmenn. Eitt sinn, þegar Samson er á leið þangað sem Filistar búa, kemur stórt ljón öskrandi á móti honum. En Samson drepur ljónið með berum höndum. Hann drepur einnig mörg hundruð vonda Filista.

Seinna verður Samson ástfanginn af konu sem heitir Dalíla. Höfðingjar Filista lofa Dalílu að þeir muni hver um sig gefa henni 1100 silfurpeninga ef hún segi þeim hvað það er sem gerir Samson svona sterkan. Dalílu langar í alla þessa peninga. Hún er ekki sannur vinur Samsons né fólks Guðs. Hún nauðar þess vegna á Samson að segja sér hvað það sé sem geri hann svona sterkan.

Að lokum fær Dalíla Samson til að segja sér leyndarmálið um krafta hans: ‚Hár mitt hefur aldrei verið klippt,‘ segir hann. ‚Allt frá fæðingu hef ég verið helgaður Guði sem sérstakur þjónn hans, svokallaður Nasírei. Ef hár mitt verður klippt missi ég krafta mína.‘

Þegar Dalíla heyrir þetta svæfir hún Samson í kjöltu sér. Síðan kallar hún á mann sem kemur og klippir hárið af honum. Þegar Samson vaknar hefur hann misst krafta sína. Filistarnir koma þá og taka hann til fanga. Þeir stinga úr honum bæði augun og gera hann að þræli sínum.

Dag einn halda Filistar mikla veislu til að heiðra og tilbiðja Guð sinn, Dagón, og þeir sækja Samson í fangelsið til að gera grín að honum. En nú er hár Samsonar búið að vaxa aftur. Hann segir við drenginn sem leiðir hann: ‚Leyfðu mér að þreifa á súlunum sem húsið hvílir á.‘ Síðan biður Samson Jehóva að gefa sér krafta og hann tekur í súlurnar. Hann hrópar: ‚Lát mig deyja með Filistum.‘ Það eru um 3000 Filistar í veislunni og þegar Samson setur hendurnar á súlurnar og leggst á af öllu afli hrynur byggingin og allt þetta vonda fólk ferst.