Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

4. HLUTI

Frá fyrsta konunginum í Ísrael fram að útlegðinni í Babýlon

Frá fyrsta konunginum í Ísrael fram að útlegðinni í Babýlon

Sál varð fyrsti konungurinn í Ísrael. En Jehóva hafnaði honum og Davíð var útvalinn til að vera konungur í hans stað. Við lærum margt um Davíð. Sem unglingur felldi hann risann Golíat. Seinna flýði hann undan hinum öfundsjúka Sál konungi. Þá kom hin fagra Abígail í veg fyrir að hann hegðaði sér heimskulega.

Því næst lærum við margt um son Davíðs, Salómon, er tók við af Davíð sem konungur í Ísrael. Fyrstu þrír konungarnir í Ísrael ríktu í 40 ár hver. Eftir dauða Salómons var Ísrael skipt í tvö konungsríki, annað í norðri og hitt í suðri.

Tíuættkvíslaríkið í norðri stóð í 257 ár áður en Assýríumenn lögðu það í eyði. Og 133 árum seinna var tveggjaættkvíslaríkinu í suðri einnig eytt. Ísraelsmenn voru þá fluttir sem fangar til Babýlonar. Þannig nær 4. HLUTI yfir 510 ára sögu. Við munum fá að fylgjast með mörgum spennandi atburðum sem gerðust á þessu tímabili.