Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 71

Guð lofar paradís

Guð lofar paradís

ÞETTA er mynd af paradís eins og Guð hefur ef til vill sýnt spámanni sínum Jesaja. Jesaja lifði skömmu eftir daga Jónasar.

Paradís merkir „garður“ eða „lystigarður.“ Minnir myndin þig á eitthvað sem við höfum þegar séð í þessari bók? Líkist þetta ekki fallega garðinum sem Jehóva Guð skapaði fyrir Adam og Evu? Ætli jörðin verði einhvern tíma öll að paradís?

Jehóva sagði spámanni sínum, Jesaja, að skrifa um hina nýju og væntanlegu paradís fyrir fólk Guðs. Hann sagði: ‚Úlfar og lömb munu lifa saman í friði. Ungir kálfar og ljónshvolpar munu vera saman á beit og lítil börn gæta þeirra. Jafnvel smábarn mun geta leikið sér nálægt eiturslöngu án þess að nokkuð komi fyrir það.‘

‚Þetta getur aldrei orðið,‘ munu margir segja. ‚Það hefur alltaf verið ófriður á jörðinni og mun alltaf vera.‘ En manst þú hvers konar heimili Guð gaf Adam og Evu?

Já, Guð lét Adam og Evu í paradís. Það var aðeins vegna þess að þau óhlýðnuðust Guði að þau misstu fallega heimilið sitt, hrörnuðu með aldrinum og dóu. En Guð mun gefa þeim sem elska hann allt það sem Adam og Eva misstu. Hann hefur lofað því.

Í hinni nýju paradís, sem kemur, mun ekkert illt eiga sér stað. Þar mun ríkja fullkominn friður. Allir munu vera heilbrigðir og hamingjusamir. Allt verður eins og Guð vildi hafa það í upphafi. Seinna munum við læra hvernig Guð mun koma þessu til leiðar.