Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

5. HLUTI

Frá útlegðinni í Babýlon til endurbyggingar Jerúsalemmúra

Frá útlegðinni í Babýlon til endurbyggingar Jerúsalemmúra

Í útlegðinni í Babýlon reyndi á margvíslegan hátt á trú Ísraelsmanna. Sadrak, Mesak og Abed-Negó var kastað í brennheitan eldsofn en Guð bjargaði þeim lifandi út. Seinna, eftir að Medar og Persar höfðu sigrað Babýlon, var Daníel varpað í ljónagryfju en Guð verndaði hann einnig með því að loka gini ljónanna.

Að lokum gaf Kýrus Persakonungur Ísraelsmönnum frelsi. Þeir sneru aftur til heimalands síns rétt um 70 árum eftir að þeir voru herleiddir til Babýlonar. Eitt það fyrsta sem þeir gerðu, þegar þeir komu aftur til Jerúsalem, var að hefja endurbyggingu musteris Jehóva. En fljótlega gátu óvinirnir stöðvað verk þeirra. Þess vegna voru liðin um það bil 22 ár frá heimkomunni til Jerúsalem þegar þeir loksins luku við að byggja musterið.

Þar næst lesum við um ferð Esra til Jerúsalem til þess að fegra musterið. Það var um 47 árum eftir að musterið var fullgert. Og 13 árum eftir ferð Esra kom Nehemía til að hjálpa Ísraelsmönnum að endurreisa fallna múra Jerúsalemborgar. FIMMTI HLUTINN nær yfir 152 ára sögu.