Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

6. HLUTI

Frá fæðingu Jesú til dauða hans

Frá fæðingu Jesú til dauða hans

Engillinn Gabríel var sendur til Maríu sem var guðhrædd ung kona. Hann sagði henni að hún myndi eignast barn er myndi ríkja sem konungur að eilífu. Barnið, Jesús, fæddist í gripahúsi þar sem fjárhirðar heimsóttu það. Seinna leiddi stjarna nokkra menn frá Austurlöndum til barnsins. Við fáum að vita hver notaði stjörnuna til að leiða þá og hvernig Jesú var bjargað þegar tilraun var gerð til að drepa hann.

Næst sjáum við Jesú sem 12 ára dreng að tala við kennarana í musterinu. Átján árum síðar var Jesús skírður og þá hóf hann það starf sem Guð sendi hann til jarðarinnar til að gera, að prédika Guðsríki og kenna fólki. Jesús valdi 12 menn og gerði þá að postulum sínum til að hjálpa sér við þetta starf.

Jesús gerði einnig mörg kraftaverk. Hann mettaði þúsundir manna með aðeins nokkrum smáfiskum og fáeinum brauðum. Hann læknaði sjúka og reisti jafnvel upp dauða. Að lokum lærum við um margt af því sem kom fyrir Jesú síðasta daginn sem hann lifði og hvernig hann var líflátinn. Jesús prédikaði í um það bil þrjú og hálft ár þannig að 6. HLUTI nær yfir rúmlega 34 ár.