Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 99

Í herbergi uppi á lofti

Í herbergi uppi á lofti

NÚNA er fimmtudagskvöld, tveim dögum síðar. Jesús og postular hans 12 eru saman komnir í þessu stóra herbergi uppi á lofti til að neyta páskamáltíðarinnar. Maðurinn, sem er á leiðinni út, er Júdas Ískaríot. Hann ætlar að segja prestunum hvernig þeir geti handsamað Jesú.

Daginn áður hafði Júdas farið til þeirra og spurt: ‚Hvað viljið þið gefa mér ef ég hjálpa ykkur að handsama Jesú?‘ Þeir svöruðu: ‚Þrjátíu silfurpeninga.‘ Júdas er núna að fara til þeirra til að sýna þeim hvar þeir finni Jesú. Er það ekki hræðilegt?

Páskamáltíðinni er lokið. En Jesús byrjar núna aðra sérstaka máltíð. Hann réttir postulunum brauð og segir: ‚Borðið þetta, því að það táknar líkama minn sem verður gefinn fyrir ykkur.‘ Síðan réttir hann þeim vínbikar og segir: ‚Drekkið þetta, því að þetta táknar blóð mitt sem verður úthellt fyrir ykkur.‘ Biblían kallar þessa athöfn ‚kvöldmáltíð Drottins.‘

Ísraelsmenn héldu páska til að minna sig á að engill Guðs fór fram hjá húsum þeirra í Egyptalandi án þess að skaða þá, en drap frumburðinn í hverju húsi Egypta. En nú vill Jesús að fylgjendur hans muni eftir honum og hvernig hann gaf líf sitt fyrir þá. Þess vegna segir hann þeim að neyta þessarar sérstöku máltíðar einu sinni ár hvert.

Eftir kvöldmáltíðina hvetur Jesús postula sína til að vera hugrakkir og sterkir í trúnni. Að lokum syngja þeir Guði lofsöngva og fara. Það er orðið mjög áliðið, líklega komið fram yfir miðnætti. Sjáum hvert þeir fara.