Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 91

Jesús talar á fjallinu

Jesús talar á fjallinu

JESÚS situr hér og er að kenna öllu þessu fólki uppi á fjalli í Galíleu. Þeir sem sitja næst honum eru lærisveinar hans. Hann hefur valið 12 þeirra til að vera postular. Postularnir eru sérstakir lærisveinar Jesú. Veistu hvað þeir heita?

Þarna er Símon Pétur og bróðir hans Andrés. Þá eru þar Jakob og Jóhannes sem eru líka bræður. Einn postulinn heitir einnig Jakob og annar heitir líka Símon. Tveir postular heita Júdas. Annar þeirra er Júdas Ískaríot en hinn er einnig kallaður Taddeus. Þá eru þar Filippus og Natanael (einnig nefndur Bartólómeus) og loks Matteus og Tómas.

Þegar Jesús kom til baka frá Samaríu byrjaði hann að prédika: ‚Himnaríki er í nánd.‘ Veistu hvað himnaríki er? Það er raunverulegt ríki, stjórn Guðs. Jesús er konungur þess. Hann mun stjórna frá himni og koma á friði á jörðinni. Guðsríki mun gera alla jörðina að fallegri paradís.

Hér er Jesús að segja fólkinu frá þessu ríki. ‚Þannig skuluð þið biðja,‘ segir hann. ‚Faðir okkar, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn. Komi þitt ríki. Verði þinn vilji, á jörðu eins og á himni.‘ Margir kalla þessa bæn ‚faðirvorið.‘ Getur þú farið með alla bænina?

Jesús kennir einnig fólkinu hvernig það á að koma fram hvert við annað. ‚Gerðu fyrir aðra það sem þú vilt að aðrir geri fyrir þig,‘ segir hann. Finnst þér ekki gott að aðrir séu vingjarnlegir við þig? Þá ættum við einnig að vera vingjarnleg og góð við annað fólk, segir Jesús. Verður ekki dásamlegt í paradís þegar allir hegða sér þannig?