Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Formáli

Formáli

ÞESSI bók segir sannar sögur. Þær eru teknar úr mestu bók í heimi, Biblíunni. Þær segja sögu heimsins frá þeim tíma þegar Guð byrjaði að skapa og allt fram á okkar dag. Þær segja jafnvel frá því sem Guð lofar að gera í framtíðinni.

Þessi bók gefur góða mynd af því sem Biblían fjallar um. Hún segir frá fólkinu í Biblíunni og því sem það gerði. Hún sýnir einnig að Guð gefur fólki stórkostlega von um eilíft líf í paradís á jörð.

Í bókinni eru 116 sögur. Þeim er skipt niður í átta hluta. Í byrjun hvers hluta er sagt með fáeinum orðum á einni blaðsíðu frá efni þess hluta. Sögunum er raðað í tímaröð. Það hjálpar þér að læra hvenær atburðirnir áttu sér stað miðað við aðra atburði sem Biblían greinir frá.

Sögurnar eru sagðar á einföldu máli. Mörg ykkar barnanna munu sjálf geta lesið þær. Og þið foreldrar munuð komast að raun um að yngstu börnin munu hafa mikla ánægju af að heyra sögurnar lesnar fyrir sig aftur og aftur. Þið munuð uppgötva að þessi bók inniheldur áhugavert efni fyrir jafnt unga sem gamla.

Í lok hverrar sögu er vísað í ritningarstaði sem sagan byggist á. Það er mjög gagnlegt að fletta þeim upp og lesa samhliða hverri sögu.