10. Sannleikurinn um englana
1 ENGLARNIR TILHEYRA FJÖLSKYLDU GUÐS
„Lofið Drottin, þér englar hans, þér voldugu hetjur.“ – Sálmur 103:20.
Hvað vitum við um englana?
-
Jehóva skapaði englana áður en hann skapaði jörðina.
-
Það eru til milljónir engla.
-
Englar hafa alltaf haft áhuga á fyrirætlun Jehóva með jörðina.
-
Englarnir hafa mikinn áhuga á þeim sem þjóna Guði.
2 ENGLARNIR HJÁLPA ÞJÓNUM GUÐS
„Engill Drottins setur vörð kringum þá sem óttast hann og frelsar þá.“ – Sálmur 34:8.
Hvernig vitum við að englar geta hjálpað fólki?
1. Mósebók 19:15, 16; Daníel 6:23; Lúkas 22:43; Postulasagan 12:6-11
Englar hjálpuðu Lot, Daníel, Jesú og Pétri.
-
Jehóva notar engla sína til að hjálpa og vernda fólk sitt nú á dögum.
3 ILLIR ENGLAR REYNA AÐ GERA OKKUR MEIN
,Ekki er okkur ókunnugt um vélráð Satans.‘ – 2. Korintubréf 2:11.
Hverjir eru illu andarnir og hvers vegna eru þeir hættulegir?
-
Engill gerði uppreisn gegn Jehóva. Hann er kallaður Satan.
-
Á dögum Nóa gerðu nokkrir englar uppreisn og komu til jarðarinnar.
-
Þessir englar tóku þátt í uppreisn Satans og urðu illir andar.
-
Illu andarnir reyna að blekkja fólk og valda því eins miklum skaða og þeir geta.
4 ÞÚ GETUR STAÐIÐ GEGN SATAN OG ILLU ÖNDUNUM
„Standið gegn djöflinum og þá mun hann flýja ykkur.“ – Jakobsbréfið 4:7.
Hvernig geturðu staðið gegn Satan og illu öndunum með hjálp Jehóva?
-
Losaðu þig við allt sem tengist djöflatrú og lætur galdra, illa anda og hið yfirnáttúrulega virðast meinlaust og spennandi.
-
Styrktu trúna með biblíunámi og biddu Guð um vernd.
-
Notaðu nafn Jehóva.