Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

12. Hvernig geturðu orðið vinur Guðs?

12. Hvernig geturðu orðið vinur Guðs?

1 VINIR JEHÓVA HLÝÐA HONUM

„Hlýðið boðum mínum, þá verð ég Guð yðar og þér verðið lýður minn.“ – Jeremía 7:23.

Er mögulegt að vera vinur Guðs?

2 JOB VAR TRÚR VINUR GUÐS

„Þrátt fyrir allt þetta syndgaði Job ekki og álasaði Guði ekki.“ – Jobsbók 1:22.

Hvernig réðst Satan á Job og hvernig brást Job við?

  • Jobsbók 1:9-11

    Satan hélt því fram að Job væri eigingjarn og elskaði ekki Guð.

  • Jobsbók 1:12-19; 2:7

    Jehóva leyfði Satan að taka allt frá Job. Satan sló jafnvel Job hræðilegum sjúkdómi.

  • Jobsbók 27:5

    Job vissi ekki hvers vegna hann þurfti að þjást svona mikið en hann hélt áfram að vera trúr.

3 SATAN REYNIR AÐ SNÚA ÞÉR FRÁ JEHÓVA

„Menn láta allt sem þeir eiga fyrir líf sitt.“ – Jobsbók 2:4.

Hvernig reynir Satan að eyðileggja vináttu okkar við Jehóva?

4 VIÐ HLÝÐUM JEHÓVA AF ÞVÍ AÐ VIÐ ELSKUM HANN

„Elskan til Guðs birtist í að við höldum boðorð hans. Og boðorð hans eru ekki þung.“ – 1. Jóhannesarbréf 5:3.

Hvernig geturðu orðið vinur Jehóva?

  • 5. Mósebók 6:5

    Sýndu að þú elskir Guð. Það hjálpar þér að sýna hlýðni.

  • Jesaja 48:17, 18

    Það er þér alltaf til góðs að hlýða Jehóva.

  • 5. Mósebók 30:11-14

    Þú þarft aldrei að óttast að Jehóva biðji þig um að gera eitthvað sem þú getur ekki gert.

  • Filippíbréfið 4:13

    Gerðu það sem er rétt og þá gefur Jehóva þér þann styrk sem þú þarfnast.