Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

16. Veldu að tilbiðja Guð

16. Veldu að tilbiðja Guð

1 FORÐASTU FALSKA TILBEIÐSLU

„Farið burt frá þeim og skiljið ykkur frá þeim. Snertið ekki neitt óhreint.“ – 2. Korintubréf 6:17.

Hvers vegna er rangt að nota líkneski og iðka forfeðradýrkun?

2 EKKI ERU ALLAR HÁTÍÐIR GUÐI ÞÓKNANLEGAR

„Metið rétt hvað Drottni þóknast.“ – Efesusbréfið 5:10.

Hvernig veistu hvort þú ættir að taka þátt í ákveðinni hátíð?

3 VERTU VINGJARNLEGUR ÞEGAR ÞÚ ÚTSKÝRIR TRÚ ÞÍNA FYRIR ÖÐRUM

„Mál ykkar sé ætíð ljúflegt en salti kryddað til þess að þið vitið hvernig þið eigið að svara hverjum manni.“ – Kólossubréfið 4:6.

Hvernig ættirðu að útskýra trú þína fyrir öðrum?

  • Matteus 7:12

    Virtu val annarra rétt eins og þú vilt að þeir virði val þitt.

  • 2. Tímóteusarbréf 2:24

    Vertu alltaf vingjarnlegur og ekki rífast við aðra um trú þína.

  • 1. Pétursbréf 3:15

    Útskýrðu trúarskoðanir þínar af nærgætni og með virðingu.

  • Hebreabréfið 10:24, 25

    Á safnaðarsamkomum hittirðu aðra sem hvetja þig og hjálpa þér að vita hvernig þú getur svarað þegar þú færð spurningar um trú þína.