6. Hvert förum við þegar við deyjum?
ÞEGAR FÓLK DEYR ENDAR LÍF ÞESS
„Hinir dauðu vita ekki neitt.“ – Prédikarinn 9:5.
Hvað verður um okkur þegar við deyjum?
Sálmur 146:3, 4; Prédikarinn 9:6, 10
Þegar við deyjum getum við hvorki séð, heyrt né hugsað.
-
Jesús líkti dauðanum við svefn.
2 ÞAÐ VAR ALDREI VILJI GUÐS AÐ MENNIRNIR MYNDU DEYJA
„Af skilningstré góðs og ills máttu ekki eta. Jafnskjótt og þú etur af því muntu deyja.“ – 1. Mósebók 2:17.
Hvers vegna deyjum við?
-
Satan laug að Evu hvernig færi fyrir henni ef hún óhlýðnaðist Guði. Með því að óhlýðnast Jehóva syndguðu Adam og Eva og dóu að lokum.
-
Þegar Adam dó var hann ekki lengur til.
-
Syndin er eins og hræðilegur sjúkdómur sem við höfum fengið í arf frá fyrstu foreldrunum. Við deyjum vegna þess að við fæðumst öll syndarar.
-
Dauðinn er kallaður óvinur í Biblíunni.
3 SANNLEIKURINN UM DAUÐANN VEITIR OKKUR FRELSI
„Þegar maðurinn deyr, lifnar hann þá aftur? Þá héldi ég út ... uns sá kæmi sem leysti mig af.“ – Jobsbók 14:14.
Hvernig losnum við við ranghugmyndir þegar við fáum að vita sannleikann um dauðann?
-
Kenningin um logandi helvíti er móðgun við Jehóva. Hann myndi aldrei leyfa að fólk þjáðist þannig.
-
Margir eru hræddir við hina dánu, svo þeir óttast þá og tilbiðja í staðinn fyrir Jehóva. Jehóva er hinn sanni Guð og við eigum að tilbiðja hann einan.