Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

8. Hvað er Guðsríki?

8. Hvað er Guðsríki?

1 GUÐSRÍKI ER RAUNVERULEG STJÓRN

„Komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.“ – Matteus 6:9-13.

Hvað er Guðsríki?

2 ENGINN GETUR ORÐIÐ BETRI STJÓRNANDI EN JESÚS

„Með réttvísi mun hann dæma hina vanmáttugu og ... fátæku.“ – Jesaja 11:4.

Hvers vegna er Jesús best til þess fallinn að verða konungur Guðsríkis?

  • 1. Tímóteusarbréf 6:16

    Allir veraldlegir valdhafar deyja að lokum en Jesús mun aldrei deyja. Allt það góða sem hann gerir fyrir okkur varir að eilífu.

  • Jesaja 11:2-4

    Jesús er fær um að láta meira gott af sér leiða en nokkur mannlegur stjórnandi. Hann hefur meira vald en allir mennskir stjórnendur til samans. Hann er sanngjarn og samúðarfullur.

3 GUÐSRÍKI SÉR UM AÐ VILJI GUÐS NÁI FRAM AÐ GANGA

,Guð himnanna magnar upp ríki sem aldrei mun hrynja.‘ – Daníel 2:44.

Hverju hefur Guðsríki nú þegar komið til leiðar? Hvað gerir það í framtíðinni?

  • Opinberunarbókin 12:7-12

    Eftir að Jesús var krýndur konungur árið 1914, kastaði hann Satan frá himnum til jarðar. Þess vegna eru svona mörg vandamál, sársauki og þjáningar út um alla jörðina.

  • Prédikarinn 8:9; Opinberunarbókin 16:16

    Guðsríki eyðir í Harmagedón öllum grimmum og spilltum ríkisstjórnum manna.

  • Sálmur 37:10

    Þeim verður eytt sem halda áfram að stunda það sem illt er.

  • Opinberunarbókin 22:1-3

    Þegar Guðsríki ríkir yfir jörðinni mun enginn verða veikur eða deyja, allt mannkynið mun sýna nafni Guðs virðingu.