9. Er heimsendir í nánd?
1 JEHÓVA OPINBERAR OKKUR FRAMTÍÐINA
„Ég kunngjörði endalokin frá öndverðu og sagði fyrir fram það sem eigi var enn fram komið.“ – Jesaja 46:10.
Hvað vitum við um tíma endalokanna?
-
Jesús varð konungur á himnum árið 1914.
-
Jesús sagði fyrir erfiða tíma fyrir mannkynið.
-
Stuttu eftir að Jesús varð konungur, kastaði hann Satan frá himnum til jarðarinnar. Satan er ævareiður vegna þess að „hann hefur nauman tíma“ áður en Guð tekur hann úr umferð.
2 VIÐ LIFUM Á TÍMUM ENDALOKANNA
„Hvernig sjáum við að þú sért að koma og veröldin að líða undir lok?“ – Matteus 24:3.
Hefurðu séð biblíuspádóma rætast?
-
Það er meira um stríð, hungur, jarðskjálfta og sjúkdóma en nokkru sinni fyrr.
-
Páll postuli lýsti hegðun fólks á síðustu dögum.
-
Guð hjálpar fólki sínu að fá meiri skilning á Biblíunni en nokkru sinni fyrr.
-
Fagnaðarerindið um ríkið er prédikað um alla heimsbyggðina.
3 GERÐU EITTHVAÐ NÚNA TIL AÐ GLEÐJA JEHÓVA
„Dagur Drottins kemur sem þjófur á nóttu.“ – 1. Þessaloníkubréf 5:2.
Hvað þarftu að gera þar sem endalokin eru í nánd?
-
Taktu biblíunám þitt alvarlega.
-
Bættu við þig þekkingu með því að sækja samkomur Votta Jehóva.
-
Gerðu nauðsynlegar breytingar á lífi þínu til þess að þú getir nálægt þig Guði.
-
Láttu ekkert trufla þig og einbeittu þér að tilbeiðslunni á Jehóva.