Boðun fagnaðarboðskaparins
Af hverju segja allir sannkristnir menn frá trú sinni?
Hversu mikilvæg var boðunin í augum Jesú?
-
Dæmi úr Biblíunni:
-
Lúk 4:42–44 – Jesús segir að hann hafi verið sendur til jarðarinnar til að boða trúna.
-
Jóh 4:31–34 – Jesús segir að boðunin sé eins og matur fyrir sig.
-
Eru bræður í ábyrgðarstöðu í söfnuðinum þeir einu sem hafa það verkefni að boða fagnaðarboðskapinn?
Sl 68:11; 148:12, 13; Pos 2:17, 18
-
Dæmi úr Biblíunni:
-
2Kon 5:1–4, 13, 14, 17 – Ung ísraelsk stelpa segir sýrlensku húsmóður sinni frá Elísa spámanni Jehóva.
-
Mt 21:15, 16 – Jesús leiðréttir yfirprestana og fræðimennina þegar þeir hneykslast á því hvernig ungir drengir lofa Jesú í musterinu.
-
Hvernig geta þeir sem fara með forystuna í söfnuðinum kennt öðrum að boða fagnaðarboðskapinn?
Hvernig hjálpa Jehóva og Jesús okkur að sinna boðuninni?
-
Dæmi úr Biblíunni:
-
Pos 16:12, 22–24; 1Þe 2:1, 2 – Páll og félagar hans halda hugrakkir áfram að boða trúna með hjálp Guðs þó að það sé komið illa fram við þá.
-
2Kor 12:7–9 – Páll postuli, sem er duglegur boðberi, glímir við ‚þyrni í holdinu‘, hugsanlega líkamleg veikindi, en Jehóva gefur honum styrk til að halda áfram að sinna boðuninni.
-
Hver eða hvað gerir kristna menn hæfa til að boða trúna?
Hvernig vitum við að Jehóva vill að við þjálfum aðra í að boða og kenna?
-
Dæmi úr Biblíunni:
-
Jes 50:4, 5 – Messías fær einkakennslu frá Jehóva Guði áður en hann kemur til jarðarinnar.
-
Mt 10:5–7 – Á meðan Jesús er á jörðinni þjálfar hann lærisveina sína þolinmóður í að boða fagnaðarboðskapinn.
-
Hvernig ættum við að líta á það verkefni að boða fagnaðarboðskapinn?
Hvaða áhrif hefur það á okkur að taka þátt í boðuninni?
Um hvað tölum við í boðuninni?
Mt 24:14; 28:19, 20; Pos 26:20; Op 14:6, 7
Sjá einnig Jes 12:4, 5; 61:1, 2.
Af hverju afhjúpum við falskenningar?
-
Dæmi úr Biblíunni:
-
Mr 12:18–27 – Jesús rökræðir Ritningarnar við saddúkeana til að sýna þeim að þeir hafi rangt fyrir sér varðandi upprisuna.
-
Pos 17:16, 17, 29, 30 – Páll postuli rökræðir við Aþeninga til að sýna fram á að það sé rangt að tilbiðja skurðgoð.
-
Hvernig sinnum við boðuninni?
Af hverju boðum við trúna meðal almennings?
Jóh 18:20; Pos 16:13; 17:17; 18:4
Sjá einnig Okv 1:20, 21.
Af hverju þurfum við að vera þolinmóð og þrautseig til að sinna boðuninni?
Hvaða áhrif hefur boðunin á áhugasama?
Af hverju ættum við að vera tilbúin til að segja frá trú okkar við hvert tækifæri?
-
Dæmi úr Biblíunni:
-
Jóh 4:6, 7, 13, 14 – Þrátt fyrir að vera þreyttur segir Jesús samverskri konu við brunn frá fagnaðarboðskapnum.
-
Fil 1:12–14 – Páll postuli notar hvert tækifæri til að segja frá sannleikanum og uppörva aðra þó að hann sé í fangelsi vegna trúar sinnar.
-
Ættum við að búast við því að allir vilji hlusta á boðskapinn?
Jóh 10:25, 26; 15:18–20; Pos 28:23–28
-
Dæmi úr Biblíunni:
-
Jer 7:23–26 – Fyrir milligöngu Jeremía segir Jehóva frá því hvernig fólk hans vildi ekki hlusta á spámenn hans.
-
Mt 13:10–16 – Jesús útskýrir að margir muni hafna boðskapnum rétt eins og á dögum Jesaja.
-
Af hverju kemur það okkur ekki á óvart að margir eru of uppteknir til að hlusta?
Hvernig vitum við að sumir munu hlusta og sýna áhuga en ekki gera meira í málinu?
Af hverju ætti það ekki að koma okkur á óvart þegar fólk er á móti boðuninni?
Hvernig bregðumst við við andstöðu?
Af hverju getum við verið viss um að sumir muni bregðast jákvætt við fagnaðarboðskapnum?
Til hvers ætlast Guð af þeim sem þekkja fagnaðarboðskapinn?
Pos 20:26, 27; 1Kor 9:16, 17; 1Tí 4:16
Sjá einnig Esk 33:8.
Af hverju ættum við að boða öllum trúna óháð trúarskoðunum, kynþætti eða þjóðerni?
Mt 24:14; Pos 10:34, 35; Op 14:6
Sjá einnig Sl 49:1, 2.
Má maður boða trúna alla daga, líka á hvíldardegi?
Hvernig vitum við að við ættum að boða öllum trúna, líka þeim sem eiga Biblíu og iðka trú?