Boðskapur Biblíunnar – yfirlit
Jehóva skapar Adam og Evu og þau eiga fyrir sér eilíft líf í paradís. Satan rægir Jehóva og véfengir rétt hans til að stjórna. Adam og Eva ganga í lið með honum í uppreisninni og kalla synd og dauða yfir sig og afkomendur sína.
Jehóva dæmir uppreisnarseggina og lofar að fram komi frelsari til að tortíma Satan og gera að engu allt það tjón sem uppreisnin og syndin olli.
Jehóva lofar Abraham og Davíð að þeir skuli verða forfeður frelsarans Messíasar, og hann skuli ríkja sem konungur að eilífu.
Jehóva innblæs spámönnum að segja fyrir að Messías muni lækna mannkynið af synd og dauða. Ásamt meðstjórnendum sínum verði hann konungur Guðsríkis og bindi enda á styrjaldir, sjúkdóma og dauða.
Jehóva sendir son sinn til jarðar og upplýsir að Jesús sé Messías. Jesús boðar ríki Guðs og fórnar lífi sínu. Jehóva reisir hann síðan upp sem anda.
Jehóva krýnir Jesú sem konung á himnum og síðustu dagar núverandi heimskerfis hefjast. Jesús leiðbeinir fylgjendum sínum á jörð meðan þeir boða Guðsríki um allan heim.
Jehóva segir syni sínum að taka völd á jörðinni. Guðsríki ryður úr vegi öllum illum stjórnvöldum, kemur á paradís og fullkomnar þá menn sem eru Guði trúir. Staðfest er að Jehóva hafi réttinn til að stjórna og nafn hans er helgað um alla eilífð.