AÐ GERA FÓLK AÐ LÆRISVEINUM
KAFLI 10
Ábyrgðartilfinning
Meginregla: „Okkur þótti svo innilega vænt um ykkur að við vorum ekki aðeins ákveðnir í að gefa ykkur fagnaðarboðskap Guðs heldur líka okkar eigið líf.“ – 1. Þess. 2:8.
Hvernig fór Jesús að?
1. Horfðu á MYNDBANDIÐ eða lestu Jóhannes 3:1, 2. Hugleiddu síðan eftirfarandi spurningar:
-
Hvers vegna ætli Nikódemus hafi kosið að koma til Jesú að næturlagi? – Sjá Jóhannes 12:42, 43.
-
Hvernig sýndi Jesús að hann tók alvarlega þá ábyrgð að gera fólk að lærisveinum þegar hann hitti Nikódemus að næturlagi?
Hvað lærum við af Jesú?
2. Við sýnum að við elskum fólk með því að hjálpa því að verða lærisveinar þótt það kosti okkur ýmiss konar fórnir.
Líkjum eftir Jesú
3. Höldum biblíunámskeiðið á tíma sem hentar nemandanum. Vera má að einhver ákveðinn dagur vikunnar eða tími dags henti honum. Fyndist honum þægilegra að hittast á vinnustaðnum sínum, heima hjá sér eða á almenningsstað? Gerðu þitt besta til að laga þína dagskrá að þörfum hans.
4. Höfum reglu á náminu. Ekki afboða námsstundina þótt þú sért fjarverandi. Hugleiddu þessa valkosti:
5. Biðjum um rétt viðhorf. Biddu Jehóva um hjálp til að finna til ábyrgðar gagnvart nemandanum jafnvel þótt hann eigi erfitt með að sýna reglufestu hvað varðar námið eða fylgja ráðum Biblíunnar. (Fil. 2:13) Án efa hefur nemandinn marga góða kosti. Biddu Jehóva að hjálpa þér að muna eftir þeim.