AÐ GERA FÓLK AÐ LÆRISVEINUM
KAFLI 11
Einfaldleiki
Meginregla: „Notið … tunguna til að tala auðskilið mál.“ – 1. Kor. 14:9.
Hvernig fór Jesús að?
1. Horfðu á MYNDBANDIÐ eða lestu Matteus 6:25–27. Hugleiddu síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað lærum við af Jesú?
2. Ef við kennum með einföldum hætti man fólk frekar eftir kennslunni og hún snertir hjörtu þess.
Líkjum eftir Jesú
3. Tölum ekki of mikið. Einbeittu þér að námsefninu í stað þess að tjá þig um allt sem þú veist um efnið. Bíddu rólega eftir svari þegar þú hefur borið upp spurningu. Ef nemandinn veit ekki svarið eða segir eitthvað sem samræmist ekki Biblíunni skaltu nota aukaspurningar sem hjálpa honum að rökhugsa málið. Eftir að hann hefur skilið kjarna málsins skaltu ekki teygja lopann.
4. Hjálpaðu nemandanum að tengja ný sannindi við það sem hann veit nú þegar. Áður en farið er yfir kafla um upprisuna væri til dæmis hægt að rifja upp í stuttu máli það sem nemandinn hefur lært um dauðann.
5. Vöndum val okkar á líkingum. Áður en þú notar líkingu skaltu velta fyrir þér eftirfarandi: